Lögreglan gerði í gærkvöld rassíu gegn réttindalausum dyravörðum. Eftirlitsferð var farin á veitingastaði. Í ljós kom að réttindalausir dyraverðir voru við störf á sex stöðum í miðborginni. Þeim var gert að hætta þegar störfum og vaktstjórum gert að útvega dyraverði með réttindi í staðinn. Málin eru rannsökuð sem brot á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og eiga staðirnir og ábyrgðamenn þeirra yfir höfði sér sektir vegna þessa.
Um miðja nótt voru tveir staðnir að verki við að kasta af sér þvagi á almannafæri í miðborginni. Þeir verða kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt.
Nokkuð var um ölvaða lökumenn og réttindalausa í nótt. Einn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis í hverfi 108. Eftir að honum hafði verið dregið blóð var hann látinn laus.
Þá var ökumaður sektaður fyrir að aka með of marga farþega í bifreið sinni. Börn voru á meðal farþega og ekki í viðeigandi öryggisbúnaði. Málið verður tilkynnt til barnaverndarnefndar.