Von er á ebólu-lyfinu Remdesivir til Íslands á næstu dögum en tilraunir benda til þess að það reynist vel í baráttunni við COVID-19 veirusjúkdóminn. Lyfið geri það með því að stytta bataferli þeirra sem veikjast alvarlega.
Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum, staðfesti í samstali við Morgunblaðið að von væri á lyfinu til landsins og er hann því feginn. „Þetta er fagnaðarefni og mjög góðar fréttir,“ sagði Magnús.
Remdesivir er lyf sem þróað var sem meðferð við ebóla-veirunni skæðu og virðist það gagnast við meðferð COVID-sjúklinga.