Edda Björk Arnarsdóttir, hefur verið handtekin en greindi lögregla frá þessu í tilkynningu í gærkvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði lýst eftir Eddu vegna norrænar handtökuskipunar. Edda Björk tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni og sagði að hún hafi aldrei ætlað sér að komast undan réttvísinni. Þá hafi hún alltaf ætlað sér að mæta fyrir rétt í Noregi.
Í sumar var farið fram á handtökuskipan yfir Eddu og að hún yrði framseld til Noregs vegna forræðisdeilna við fyrrverandi eiginman sinn. Saman eiga þau fimm börn en dómstólar höfðu dæmt föðurnum, sem er íslenskur, forsjá yfir þremur yngstu drengjunum.