Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Edda og Laddi um pressuna að vera alltaf skemmtileg: „Djöfull var hann fúll, maður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikararnir Edda Björgvinsdóttir og Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, hafa verið þjóðareign í áratugi, sem er hreint ótrúlegt að segja af því að það eru tvö eldhress unglömb sem sitja á móti blaðamanni á Mokka á Skólavörðustíg einn eftirmiðdag í lok júní.

 

Edda og Laddi eru með skemmtilegustu gamanleikurum þjóðarinnar, en eru þau alltaf skemmtileg, er ekki erfitt að vera alltaf undir pressu að vera skemmtileg?

„Jú, jú, maður hefur alveg fundið fyrir því að maður eigi alltaf að vera hress og með grín. Svo er maður það ekki neitt og fær að heyra að um mann hafi verið sagt: „Djöfull var hann fúll, maður,“ segir Laddi, en bætir þó við að þetta hafi skánað, eftir því sem hann varð eldri.

„Krakkarnir hætta að þekkja mann. Þetta var verra áður fyrr, þegar maður lenti til dæmis í unglingahópi, og maður átti að vera með grín. „Vertu Eiríkur Fjalar,“ svo gerði maður það ekki, og þá þótti maður bara ofboðslega leiðinlegur, hundfúll bara. En þetta er bara ofboðslega þægilegt í dag,“ segir hann og brosir.

Sjá einnig: Edda og Laddi: „Við megum ekki endurskrifa fortíðina”

- Auglýsing -

„Núna ertu nýbúinn að leika í þáttunum Jarðarförin mín,“ skýtur blaðamaður inn í, „og það vita allir að þú ert bara gamall og leiðinlegur karl!“

„Ég er að segja það,“ segir Laddi og Edda skellihlær að okkur. „Bara nákvæmlega eins og ég er, ég tengdi strax við hlutverkið,“ segir Laddi, en eitthvað er nú erfitt að trúa þeim orðum hans.

- Auglýsing -

„Ég var aldrei eins vinsæll skemmtikraftur og Laddi, hann hefur verið það lengi og á marga ódauðlega karaktera,“ segir Edda. „Mér hefur aldrei fundist nein krafa á mig að vera sérstaklega skemmtileg utan vinnunnar, að halda uppi stemningu í partíum eða hópum, aldrei nokkurn tíma. Aftur á móti lendir maður stundum í leiðindapúkum sem hreyta í mann: „Þú getur nú ekki alltaf verið svona kát, er þetta ekki einhver yfirboðsmennska.“ Sem er bara bull af því ég er náttúrlega bara vitleysingur, síflissandi, finnst allt skemmtilegt og ef ég lendi í einhverjum áföllum, sem allir lenda í, þá á ég fólk að sem vinnur úr þeim með mér, en ég er ekkert að bera þau fyrir almenning.“

Viðtalið hér er hluti af stærra viðtali við Eddu og Ladda, sem verður birt í fullri lengd á fimmtudagskvöld.

Sjá einnig: „Mjög sorglegt og erfitt að horfa á bræður mína veslast upp og fara frá sjálfum sér“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -