Laugardagur 18. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Edda Sif opnar sig um ofbeldið: „Í dag væri litið á at­vikið sem til­raun til mann­dráps“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Edda Sif Páls­dótt­ir, fjölmiðlakona opn­ar sig í fyrsta skipti um al­var­lega lík­ams­árás sem hún varð fyr­ir fyr­ir tíu árum. Edda Sif seg­ist aldrei hafa viljað tala um at­vikið op­in­ber­lega fyrr en nú. Í nýj­asta tölu­blaði Vik­unn­ar ræðir hún um ofbeldið sem hún var beitt af fyrr­ver­andi kær­asta og sam­starfsmanni.

Edda Sif starfaði á íþrótta­deild RÚV en það var fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar sem beitti hana of­beldi. Hún seg­ir að hún hafi verið í sam­bandi við sam­starfs­fé­laga sem var 14 árum eldri en hún. Hún var rúm­lega tví­tug þegar þau byrjuðu sam­an og þó hún sjái valda­ó­jafn­vægið núna upp­lifði hún sig full­orðna á þess­um tíma.

„Ég komst að því þegar ég byrjaði í EMDR áfallameðferð fyr­ir einu og hálfu ári að augna­blikið þegar ég hélt að ég myndi deyja var ekki það versta í þessu öllu sam­an held­ur það sem á eft­ir kom; það sem fólk sagði og sagði ekki,“ seg­ir Edda Sif. Hún seg­ir að fólk ekki vitað hvað gekk á auk þess sem hún seg­ir að blaðamenn hafi ít­rekað reynt að fá hana til að segja sögu sína þegar hún var ekki til­bú­in til þess.

Hún lýs­ir sam­band­inu sem storma­sömu en botn­in­um var náð á Grand Hót­el í janú­ar 2012 eft­ir að kjöri á íþrótta­manni árs­ins lauk.

„Eins og ég segi, þá var margt búið að ganga á sem ég sagði eng­um frá en þarna gat ég ekki verndað hann leng­ur. Sam­starfs­fólk mitt af RÚV fór með mig upp á Bráðamót­töku og þegar lög­regl­an gekk inn á stof­una þar sem ég var, áttaði ég mig svo­lítið á því að þetta var komið úr bönd­un­um.“

Edda Sif varð fyr­ir von­brigðum með vinnu­brögð lög­regl­unn­ar en hún spurði hvort þau myndu ekki bara finna út úr þessu sam­an, Edda Sif og ger­and­inn. Hún leitaði nokkr­um árum seinna til Bjark­ar­hlíðar þar sem hún komst í kynni við lög­reglu­konu sem fór yfir málið með henni.

- Auglýsing -

„Innst inni vissi ég að þetta væri ekki í lagi en ég sagði sjálfri mér að þetta myndi lagast þegar hann væri kominn í gegnum þessa erfiðu tíma og svo framvegis. Síðan heldur þetta áfram að stigmagnast og maður sekkur sífellt dýpra í aðstæður sem er ekki svo auðvelt að koma sér út úr.

Í dag væri líka litið á at­vikið sem gerðist kvöldið sem íþróttamaður árs­ins var kjör­inn, sem til­raun til mann­dráps,“ seg­ir Edda Sif í viðtal­inu í Vik­unni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -