Edda Falak hefur verið áberandi upp á síðkastið bæði fyrir það að hún er önnur af tveimur þáttastjórnendum hljóðvarpsþáttarins Eigin konur, sem nýtur mikilla vinsælda og vegna þess að hún liggur ekki á skoðunum sínum.
Eddu hafa borist miður falleg ummæli í stórum stíl að er virðist fyrir það eitt að tjá sig um þau málefni sem henni eru kær. Í þar síðasta hljóðvarpsþætti var viðmælandi þáttarins Donna Cruz sem upprunalega kemur frá Filippseyjum og þá tjáði aðili sig um Donnu og asískar konur á mjög niðrandi, hátt á samfélagsmiðlum. Á bak við aðganginn virðist vera svo kallað nettröll sem ekki þorir að koma undir sínu eigin nafni.
Edda lætur þessi ummæli falla með skjáskoti sem hún birtir af ummælunum ógeðfelldu:
„Ég lét rekja þetta og þú getur beðist afsökunar eða vonað að ég rekist aldrei á þig“.
Hér að neðan má sjá það sem nettröllið lét út úr sér um Donnu og asískar konur.