Miðvikudagur 22. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Eddie Murphy á von á barni – í tíunda sinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grínarinn Eddie Murphy á von á barni með kærustu sinni Paige Butcher. Þetta verður annað barnið sem Eddie og Paige eiga saman en það tíunda sem grínistinn eignast. Talsmaður parsins segir að Paige eigi von á sér í desember í yfirlýsingu sem send var tímaritinu People.

Eddie, sem er 57 ára, og Paige, sem er 39 ára, eiga fyrir dótturina Izzy Oona, sem er tveggja ára. Eddie á svo Eric, 29 ára, með Paulette McNeely, Bella Zahra, 16 ára, Zola Ivy, 18 ára, Shayne Audra, 23 ára, Miles Mitchell, 25 ára og Briu, 28 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni Nicole Mitchell. Þá á hann Christian, 27 ára, með Tamöru Hood og Angel Iris, 11 ára, með söngkonunni Mel B.

Hér er falleg fjölskyldumynd sem var tekin af Murphy-klaninu rétt eftir að Izzy Oona fæddist:

? Merry Christmas!!! #MurphyFamily Photo by : @justwilliet

A post shared by Bria (@bria_murphy) on

Eddie sagði í viðtali við Entertainment Tonight árið 2016 að hann væri mikill fjölskyldumaður.

„Bjartasti parturinn af lífinu mínu eru börnin mín,“ sagði hann þá og bætti við:

„Samband mitt við þau og heimurinn minn snýst um þau – jafnvel þessi gömlu, sköllóttu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -