Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Eðli mannsins er aðlögunarhæfni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva H. Baldursdóttir skrifar um mikilvægi þess að þora að knýja fram breytingar í sinn nýjasta pistil.

„Þannig er það með margar pólitískar umræður í íslensku samfélagi – þær fá ekki að þróast. Fátt gerist. Líklega af því að fólk er óttaslegið við breytingar, það óþekkta. Þetta á við um stór mál og smá. Stjórnarskrárnefndir hafa starfað frá 1942 – raun og veru linnulaust frá því að Íslendingar fengu sjálfstæði en samt hefur okkur ekki tekist að fá samþykkta eigin stjórnarskrá. Ný stjórnarskrá er þó tilbúin í heildardrögum,“ skrifar hún.

Eva segir hræðslu fólks við breytnigar vera ástæðuna fyrir því að sama umræðan kemur upp aftur og aftur. „Að sama skapi sjáum við sömu umræðuna aftur og aftur um klukkuna, áfengi í búðir, gjaldmiðilinn og svo framvegis. Skjaldborgin um stöðugleikann er svo gott sem stöðnun.“

Hún heldur áfram um þau tímamót sem vestrænn samfélög standa á, hvað tækni og loftslagsmál varðar. „Eðli lífsins er þróun. Eðli mannsins er aðlögunarhæfni. Vestræn samfélög standa á tímamótum með yfirvofandi breytingum á jörðinni vegna loftslagsbreytinga og hraðrar tækniþróunar. Annað hvort tökum við forystu í þeirri þróun eða að við reynum að verja núverandi lifnaðarhætti og synda á móti straumnum. Ef við getum ekki þorað að stíga út fyrir þægindarammann til að gera tilraunir eins og t.d. með klukkuna eða lent ágreiningi eins og með áfengi í búðir er hættan sú að við höfum ekki hugrekki til að reyna við stóru málin.“

Pistil Evu má lesa í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -