Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Icelandair og hið nýja WOW rætt samstarf síðustu vikur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Icelandair Group lauk í dag hlutafjárútboði sínu þar sem markmið fyrirtækisins var að safna 20 milljörðum króna í nýju hlutafé. Samkvæmt heimildum Mannlífs var áhugi fjárfesta á útboðinu umfram væntingar umsjónaraðila, Landsbanka og Íslandsbanka. Allir stærstu lífeyrissjóðir landsins munu hafa sýnt útboðinu áhuga og skráð sig fyrir nýjum hlutum. Þá var áhugi minni fjárfesta og almennings einnig umfram væntingar.

Icelandair mun á morgun tilkynna formlega um niðurstöðu útboðsins og þá umframeftirspurn sem staðfestar heimildir Mannlífs herma að hafi verið. Umsjónaraðilar útboðsins hafa heimild til að stækka útgáfu nýrra hluta um þrjá milljarða króna og búast má fastlega við því að það verði gert.

Michelle Roosevelt Edw­ards búin að eiga í viðræðum við Icelandair

Greint var frá því í dag hjá mbl.is að Michelle Roosevelt Edw­ards, at­hafna­kon­an sem keypti eign­ir WOW air úr þrota­búi flug­fé­lags­ins hafi skráð sig fyrir sjö milljörðum króna í hlutafjárútboðinu í dag. Sömu heimildir herma að Edwards vonist til að halda á 25 prósenta eignarhlut að loknu útboðinu.

Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur Edwards átt í óformlegum viðræðum við stjórnendur Icelandair undanfarnar vikur og rætt mögulega samvinnu á milli Icelandair og félags í hennar eigu sem keypt hafi eignir úr þrotabúi WOW air.

Stóð ekki í skilum um umsamdar greiðslur til þrotabús WOW air

- Auglýsing -

Edwards festi kaup á völdum eignum úr þrotabúi WOW air í júlí 2019 og var síðar nokkuð yfirlýsingaglöð í umfangsmiklu viðtali við ViðskiptaMoggann á þeim tíma. Þrátt fyrir yfirlýsingar um milljarða í rekstrarfé hins nýja félags var kaupunum síðar rift þar sem Edwards gat ekki staðið skil á greiðslum vegna kaupsamnings félags Edwards og þrotabúsins en sú greiðsla átti að skiptast í þrennt og var alls um 180 milljónir króna. Síðar boðaði Edwards til kynningarfundar þar sem samkomulag hafi náðst á milli einkahlutafélags hennar, USAerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW Air á öllum eignum sem tilheyrðu WOW vörumerkinu.

Í ljósi viðskiptasögu Edwards hér á landi verður að teljast líklegt að umsjónaraðilar útboðsins biðji athafnakonuna um staðfestingu á greiðslugetu áður en úthlutun til hennar getur átt sér stað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -