Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Ef Boga tekst að berja svo niður laun annars starfsfólks verður hann örugglega verðlaunaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson hjólar í Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair.

„Ef Boga tekst að berja svo niður laun annars starfsfólks og krækja í ríkisframlag fyrir nýja eigendur verður hann örugglega verðlaunaður með nýjum kauprétti, líklegast enn stærri hlut í endurreistu félagi,“ segir sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson, með vísan í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair.

Gunnar Smári tjáir sig um málið á Facebook þar sem hann segir að samkvæmt ársskýrslu Icelandair hafi laun Boga Nils forstjóra árið 2019 verið 451.600 dollara plús 105.500 dollara í eftirlaunasjóð, samtals 557.100 dollara eða 46.425 dollara á mánuði. Það geri rétt tæplega 6,5 milljónir íslenskra króna á mánuði. „Það er álíka og hann vill borga 12 reyndum flugfreyjum og 16 óreyndari,“ skrifar Gunnar Smári í færslu sinni.

Gunnar segir að auk þess hafi Bogi náð að eignast 1.750.000 hluti í Icelandair í gegnum kaupréttardsamninga, sem um síðustu áramót voru um 13,7 m.kr. virði en séu „auðvitað einskis virði í dag“. Takist honum svo að berja svo niður laun annars starfsfólks og krækja í ríkisframlag fyrir nýja eigendur verði hann eflaust verðlaunaður með nýjum kauprétti, eins og fyrr segir, að öllum líkindum enn stærri hlut í endurreistu félagi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -