„Þetta var eðlilegt tékk,“ segir Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri útgerðarinnar Þorbjarnar. „Ég reikna með að skipið fari út.“

Þrír skipverja togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar veiktust eftir millilöndun, og er einn þeirra mun veikari en hinir. Skipið mætti til hafnar í Vestmannaeyjum í gær og voru tekin sýni úr skipverjunum þremur um borð.
„Við fylgjum öllum reglum og bíðum núna eftir niðurstöðum. Ef í ljós kemur að um smit vegna COVID-19 er að ræða, þá mun verða skipt um áhöfnina í heild sinni.“
Sjá einnig: Ótti vegna smits um borð í togara – MYNDIR
Í frétt á tigull.is er sagt að 17 menn af 26 hafi verið veikir og þrír mikið veikir. Tekin voru sýni vegna COVID-19 úr 7 skipverjum og 4 skipverjar voru teknir í land og var komið fyrir í farsóttarhúsi vegna veikinda þeirra. Aðrir skipverjar eru um borð í skipinu í svokallaðri biðkví á meðan málið er til rannsóknar og fer enginn frá borði fyrr en niðurstaða liggur fyrir.