Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

„Ef við hlustum betur á þefskynið vegnar okkur betur í lífinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fischer, verslun og listarými, býður upp á nýstárlega sýningu, lyktarsýningu sem ber yfirskriftina FNYKUR – Brot úr ilmsögu Íslands.

 

„Þetta er sýning þar sem þefskynið er í forgrunni og gestir fá að upplifa list með nefinu,“ segir Lilja Birgisdóttir, einn eigenda Fischer.

„Á lyktarsýningunni okkar bjóðum við gestum að fara í ferðalag með okkur og þefa af minnisstæðum viðburðum úr Íslandssögunni. Vilborg Bjarkadóttir hefur skrifað stutta og hnitmiðaða texta um magnaða viðburði sem fólk les um og tekur svo upp kúpul og þefar af þeim. Með því að bæta ilminum/fnyknum við söguna myndast ákveðin hughrif og fólk kemst á slóðir viðburðarins í huganum. Hálfgert tímaflakk í boði lyktarinnar enda er lyktarskynið nátengt minningum og tilfinningum.“

Sem dæmi um viðburði sem lykta má af má nefna brunann í Eden árið 2011 og hvaða lykt skyldi hafa tekið á móti heimamönnum sem komu að erlendu skipsflaki í Meðallandsfjöru í Skaftárhreppi um miðja sautjándu öld?

Lilja Birgisdóttir, einn eigenda Fischers.

Lilja á og rekur Fischer, ásamt systkinum sínum, Jónsa, Ingibjörgu og Sigurrós, en um er að ræða verslun og listarými undir sama þaki. Fischer, sem opnuð var 15. desember 2017, var áður stúdíó Jónsa, sem þekktastur er fyrir hljómsveit sína Sigur Rós.

Hugsa um margskonar ilm allan sólarhringinn

- Auglýsing -

En hvernig kom hugmyndin að ilmsýningunni? „Við í Fischer erum að búa til ilmvötn og ilmvörur og erum því að hugsa um ilm og þefskynið allan sólarhringinn. Við erum búin að lesa mikið um margskonar lykt og urðum svo undrandi hvað lyktarskynið er vanmetið í nútímasamfélagi miðað við hversu öflugt það er. Það er elsta skynfærið og beintengt minningum okkar og tilfinningum,“ segir Lilja.

„Ef við stoppum við og þefum af allskonar hlutum í kringum okkur erum við að æfa okkur að lifa í núinu.“

„Ef við hlustum betur á þefskynið vegnar okkur betur í lífinu. Ef við stoppum við og þefum af allskonar hlutum í kringum okkur erum við að æfa okkur að lifa í núinu. Lykt er tengt innsæinu þegar þú ert að velja þér maka. Lykt er viðvörunarfyrirbæri sem við notum á hverjum degi án þess að hugsa um það en heldur í okkur lífinu. Þegar þú ert með ekta ilmolíur og setur þær á þig geturðu aukið vellíðan þína og hamingju. Og af því Ísland er alltaf best þá er gaman að segja frá því að íslenskar ilmolíur eru þær hreinustu í heiminum og hafa mjög mikinn lækningamátt.“

Ilmheimur.

Ilmvatn frá Jónsa á leiðinni

- Auglýsing -

 Aðspurð um hvort við megum eiga von á fleiri nýjungum frá Fischer, svarar Lilja játandi. „Það er eitt mjög spennandi á döfinni hjá okkur en það er að kynna nýjasta ilmvatnið frá Jónsa bróa sem kemur í búðir núna 1. nóvember, en það hefur verið beðið eftir því lengi. Við það tækifæri bjóðum við alla velkomna í búðina til okkar til að þefa, hlusta, smakka og leita uppi ævintýri,“ segir Lilja og bætir við: „Munið nú að þefa af heiminum.“

Ilmsýningin er opin alla virka daga frá klukkan 12-18, laugardaga frá klukkan 12-16 og er sýningin opin út desember. Fischer er í Fischersundi 3, 101 Reykjavík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -