Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Eflaust ellimerki að kjósa fræðandi bækur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnlaugur Bragi Björnsson, varaborgarfulltrúi og formaður Hinsegin daga, kýs bækur sem veita innsýn í samfélag og sögu.

„Í sannleika sagt þá les ég allt of lítið og er alltaf að reyna að taka mig á í þeim efnum enda hef ég mjög gaman af lestri góðra bóka,“ segir Gunnlaugur Bragi.

„Fyrst eftir að ég lauk háskólanámi fannst mér tilhugsunin um meiri lestur svolítið erfið og því las ég einna helst auðlesna krimma eða annað í þeim dúr á ferðalögum. Á síðustu árum hef ég hins vegar sífellt meiri þörf fyrir að lesa fræðandi bækur, bækur sem veita mér nýja þekkingu og betri innsýn í samfélag og sögu. Eflaust er það einhvers konar ellimerki en ég tek því fagnandi. Bækurnar sem koma strax upp í hugann sem þær áhrifamestu sem ég hef lesið eru einmitt bækur af þessum toga.“

Sláandi frásögn

„Fyrst ber þar að nefna trílógíu hins sænska Jonas Gardell, Þerraðu aldrei tár án hanska. Verandi virkur þátttakandi í baráttunni fyrir áframhaldandi sýnileika og auknum réttindum hinsegin fólks í samfélaginu finnst mér afar mikilvægt að fræðast um fyrri tíma. Sagan má aldrei gleymast en ég trúi því líka að hluta svarsins við því hvert við stefnum sé einmitt að finna í því hvaðan við erum að koma.

Og það er einmitt það sem þessi trílógía gerir. Þarna er á ferð sláandi fyrstu handar frásögn um unga menn sem finna ást í örmum hvor annars snemma á níunda áratugnum. Þarna spila m.a. inn í trúarbrögð, fordómar, einmanaleiki og sorg en ekki síst HIV-faraldurinn. Upp úr bókunum þremur voru svo gerðir sjónvarpsþættir sem m.a. vöktu mikla athygli á RÚV fyrir nokkrum árum.“

Saga sem gleymist seint

- Auglýsing -

„Önnur bók sem hafði mikil áhrif á mig og hefur fylgt mér allar götur síðan er bókin Mennirnir með bleika þríhyrninginn eftir Heinz Heger sem kom út árið 1972 en í íslenskri þýðingu árið 2013. Þar er sögð saga Josef Kohout sem árið 1939 var handtekinn af Gestapo, leynilögreglu nasista, ákærður fyrir alvarlegan saurlifnað og dæmur til þrælkunar.

Þar var Kohout einn af þúsundum samkynhneigðra karla sem látnir voru bera bleikan þríhyrning í fangabúðum nasista. Sárafátt hefur varðveist sem lýsir aðbúnaði hinsegin fólks í fangabúðunum en Kohout lifði þrælkunina af og í dag er saga hans líklega frægust þeirra sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Átakanleg frásögn sem ég spændi í mig í flugi fyrir nokkrum árum og hefur átt sérstakan stað í hjarta mér síðan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -