Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Efling í hart vegna „vanefnda“ á samningum sem SA undirritaði fyrir hönd atvinnurekenda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Styðja Samtök atvinnulífsins vanefndir aðildarfyrirækja sinna á samningnum sem þau undirrituðu sjálf, fyrir þeirra hönd?“ spyr Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, á Facebook vegna frétta um að Samtök atvinnulífsins telji hóteleiganda sem skerti kjör eftir undirritun kjarasamninga í rétti.

Útlit er fyrir harðar deilur vegna málsins sem snýr að uppsögnum Hótelkeðja ehf og Capital Hotels á launakjörum starfsfólks skömmu eftir undirritun kjarasamninga sem miðuð að því að bæta kjör starfsfólks en ekki tæra. Efling er ósátt við viðbrögð SA sem formaður Eflingar hefur líkt við meðvirkni.

Hótelkeðjan ehf. og Capital Hotels ehf., fyrirtæki í eigu Árna Vals Sólonssonar og Svanlaugar Idu Þráinsdóttur, gripu til aðgerða gegn starfsfólki „væntanlegs kostnaðarauka“ skömmu eftir undirritun kjarasamninga. Aðgerðirnar fólust í því að draga úr greiðslum til starfsfólks. Starfsfólki var sagt upp og boðið starf að nýju á verri starfskjörum.

Efling segir uppsagnir launakjöra ólöglegar og siðlausar

Viðbrögð Eflingar við aðgerðunum voru hörð og lýsti félagið yfir að uppsagnirnar feli í sér vanefndir á nýundirrituðum kjarasamningi.  Í tilkynningu frá Eflingu voru uppsagnirnar sagðir ólöglegar og siðlausar. Þá  segir að Árni hafi í lok apríl, rétt eftir sam­þykkt nýrra kjara­samninga, sent erindi á allt starfs­fólk þar sem „þess var krafist að það undir­ritaði upp­sögn á starfs­kjörum sínum. Þau gætu valið að vera endur­ráðin á nýjum launa­kjörum, hönnuð „með það að mark­miði að lækka launa­kostnað“.“ Ef það sam­þykkti ekki á staðnum var það á­litið jafn­gilda upp­sögn.

„Þetta er að okkar mati full­kom­lega sið­laust at­hæfi,“ sagði Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Eflingar, við Fréttablaðið á þeim tíma sem tilkynningin var send á fjölmiðla. „Við erum ný­búin að undir­rita kjara­samninga við Sam­tök at­vinnu­lífsins, sem fyrir­tæki Árna eru aðilar að. Þeir samningar byggja á því að hækka laun og bæta kjör fólks. Blekið er ekki þornað á samningnum þegar hann reynir svo að svíkja starfs­fólk sitt um þær kjara­bætur. Þar að auki er á­kvæðum laga um hóp­upp­sagnir ekki fylgt.“

Þá kom fram að Efling hafi áður nokkrum sinnum áður hafa átt í stappi við Árna Val meðal annas vegna framkvæmda við City Park Hótel í Ármúla. Þær framkvæmdir hafi farið fram án leyfa og Vinnueftirlitið lokað vegna þess að „verulega hætta“ var talin fyrir „líf og heilbrigði starfsmanna.“

- Auglýsing -

Fundur á mðvikudag

Stundin fjallar um stöðu mála í gær. Þar kemur fram að Efling hafi krafið Samtök atvinnulífsins um fund vegna málsins. Sá fundur fer fram á miðvikudag samkvæmt Stundinni. Í þeirri umfjöllun kemur fram að Samtök atvinnulífsins telji Árna val í fullum rétti til að skerða kjör rétt eftir undirritun kjarasamninga.

„Efling mótmælir því harðlega að SA styðji fyrirtæki í því að koma sér hjá greiðslu umsaminna hækkana og þar með efndum Lífskjarasamnings,“ segir í bréfi sem Efling sendi SA þann 20. maí. „Sú spurning vaknar hvort Samtökin telji efndir á Lífskjarasamningnum valkvæðar og háðar vilja eða hentugleika, sem aftur vekur upp stórar og alvarlegar spurningar um traust milli aðila og ásetning að baki kjarasamningsgerð.“ Þá hefur Alþýðusamband íslands „harmað] viðbrögð þeirra atvinnurekenda sem í kjölfar nýgerðra kjarasamninga hafa gripið til uppsagna á launakjörum starfsmanna sinna að sögn vegna þess kostnaðarauka sem kemur til vegna gildistöku samninganna“.

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í tilkynningunni að samtök atvinnurekenda séu með aðgerðarleysi sínu að „kóa með verstu sort af kapítalista“.

„Bull og lygi“ segir hóteleigandinn

Árni Valur svaraði Eflingar fullum hálsi. „Þetta er bara bull og lygi,“ sagði hann við Fréttablaðið í byrjun maí um ásakanir stéttarfélagsins. „Það hefur engum verið sagt upp hjá mér,“ segir Árni. „Ég er að borga langbestu launin fyrir þessi störf í bænum. Ég er bara að segja upp launaliðnum, sem sagt því sem ég er að borga umfram taxta,“ sagði hann. „Þetta er eitthvað sem Eflingu kemur ekkert við. Ég er að borga meira en það sem þeir hafa samið um“ heldur Árni áfram. Hann sé að greiða starfsfólki sínu 50.449 kr. umfram það sem kjarasamningarnir kveði á um. Hótelin sem um ræðir eru Capital-Inn, City Park Hotel og City Center Hotel.

Sagði Sólveigu Önnu hafa átt að hlusta á sig og sleppa verkfalli

Hóteleigandi segir en fremur að engum hafi verið sagt upp vegna aðgerðanna. Enn hafi hætt vegna breytinga á vaktafyrirkomulagi. Þá telur hann að formaður Eflingar hefði mátt hlusta á hann betur því slíkt hefði getað komið í veg fyrir verkföll. „Ef hún hefði nennt að hlusta á mig áður en hún fór í verkföllin þá hefði hún nú varla farið í verkföll, vegna þess að ég er að yfirborga launin hjá starfsfólkinu mínu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -