Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

„Eftir samúðarkvakið í janúar ríkir þögnin ein“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fá samfélög á Íslandi hafa gengið í gegnum meiri raunir en Flateyringar. Öll þjóðin man eftir snjóflóðunum sem lögðu plássið í rúst árið 1995 og urðu 20 manns að bana. Náttúruhamfarirnar urðu til þess að mikil og viðvarandi fólksfækkun varð á staðnum. Við bættist að nokkrum árum síðar var seldur í burtu allur kvóti staðarins og stærsti atvinnurekandinn pakkaði saman og fór suður til Hafnarfjarðar,“ segir Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs í leiðara sínum.

Rifjar hann upp að þegar snjóflóðin féllu árið 1995 var komið á fót söfnun sem hét Samhugur í verki, sem ætlað var að létta fólkinu á Flateyri lífið eftir hörmungarnar. Þegar flóðið féll í janúar á þessu ári fengu íbúar samúð allra landsmanna, enda hamfarirnar reiðarslag fyrir þorpið.

„Í janúar á þessu ári féll aftur snjóflóð á staðinn. Snjóflóðagarðar staðarins björguðu því að ekki varð önnur eins hrollvekja og fyrir 25 árum. En samt mátti minnstu muna að ung stúlka léti lífið og heppni réði því að ekki var fólk við smábátahöfnina þegar flóðið skall á mannvirkjunum. Þrátt fyrir öflugar varnir varð eitt hús fyrir flóðinu og smábátahöfnin og bátarnir þar fóru í rúst. Með snarræði björgunarmanna tókst að grafa unga stúlku upp úr rústum hússins. En bátarnir í höfninni fóru og á einu augnabliki var atvinnulífið í rúst. Íbúarnir urðu fyrir stóráfalli. Harmleikurinn frá árinu 1995 rifjaðist upp með tilheyrandi sársauka.“

Ráðamenn sýndu samhug í orði, en ekki í verki

Ráðamenn þjóðarinnar flugu vestur til að sýna samkennd sína og skoða aðstæður, auk þess sem þeir fullvissuðu íbúa um að allt yrði gert til að reyna að bæta þeim áfallið.

„Ekki er ástæða til að efast um að ráðamönnunum hafi verið alvara með að veita allt það liðsinni sem þyrfti. En reyndin varð önnur,“ segir Reynir.

- Auglýsing -

„Atvinnulífið í þorpinu er enn lamað. Þeir sem urðu fyrir tjóni eru að berjast fyrir því að fá bætur frá tryggingum eða öðrum þeim sem bæta tjón vegna náttúruhamfara. Allt stendur fast. Flateyri er hluti af Ísafjarðarbæ. Bæjaryfirvöld hafa það helst sér til frægðar unnið að hóta sektum og viðurlögum ef bátseigandi, sem missti bát sinn í hamförunum næði ekki bátnum upp á eigin kostnað. Aðrir standa í þeim sporum að tryggingar duga engan veginn til að bæta tjónið og taka upp hefðbundin störf. Fólkið á Flateyri á betra skilið.“

Íbúar sárir vegna svikinna loforða

Lítið hefur þó orðið um efndir stjórnvalda, eins og Reynir fer yfir og segir hann stjónvöld mega skammast sín og bæta eigi fólkinu á Flateyri tjónið og fyrirbyggja að annað eins geti gerst.

- Auglýsing -

„Nauðsynlegt er að bæta fólki að fullu það tjón sem varð á eigum þess. Þá þarf að endurbæta snjóflóðagarðana. Loks þarf að tryggja atvinnu á Flateyri. Einfalda leiðin er sú að úthluta byggðarkvóta til staðarins. Ekki láta svikin loforð verða minnisvarða um hörmungarnar,“ segir Reynir.

„Íbúarnir eru að vonum sárir í garð stjórnvalda. Eftir samúðarkvakið í janúar ríkir þögnin ein. Þyrlan með ráðamönnunum er farin suður, rétt eins og kvótinn og handhafi hans áður. Orðin tóm standa eftir. Hjól atvinnulífsins á Flateyri eru að ryðga föst.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -