Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Eftirlæti Andrews Lloyd Webber

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrew Lloyd Webber heyrði Garðar Thór Cortes syngja í fyrsta sinn fyrir rúmum þremur árum og bókaði hann á staðnum til að fara með hlutverk Óperudraugsins í Love Never Dies. Garðar prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Mannlífs sem kemur út á morgun.

Garðar Thór Cortes hefur ekki verið mikið í fréttum á Íslandi undanfarin ár en það þýðir þó engan veginn að hann hafi setið auðum höndum. Hann hefur verið að syngja aðalhlutverkið í söngleik Andrews Lloyd Webber, Love Never Dies, víða um Evrópu og túrað með söngleiknum um Bandaríkin.

Og það sem meira er, Lloyd Webber handvaldi hann sjálfur í hlutverkið. Nú er Garðar Thór kominn heim, búinn að kaupa hús í Vesturbænum og mun syngja hlutvek Alfredos í uppfærslu Íslensku óperunnar á La Traviata í vor.

Ef maður er búinn að bóka sig í eitthvað þá á maður að standa við það.

Garðar Thór viðurkennir að það hafi verið mikill heiður fyrir hann að þurfa ekki að mæta í neinar prufur heldur vera valinn af höfundinum. Hann verður meira að segja hálffeiminn þegar hann ljóstrar því upp að Andrew Lloyd Webber hafi sagt að ekki væri til betri Óperudraugur en Garðar Thór.

„Ég veit ekki hvort það er rétt hjá honum,“ segir hann. „En það er vissulega gaman að fá þessa umsögn frá honum sjálfum. Það var svo hringt í mig og ég beðinn um að koma fram á sýningu þar sem sett eru saman atriði úr öllum söngleikjum Lloyd Webbers í tilefni af því að sjálfsævisaga hans er að koma út. En þá var ég búinn að bóka mig hjá Friðriki Ómari til að syngja með honum á jólatónleikunum hans hérna heima svo ég neitaði.

Ég hefði svo sem getað sagt við Friðrik Ómar að Andrew Lloyd Webber vildi fá mig á sama tíma, en ég er bara ekki þannig manneskja. Ef maður er búinn að bóka sig í eitthvað þá á maður að standa við það,“ segir Garðar Thór.

Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlífi á morgun.

- Auglýsing -

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -