Tilkynnt var um aðila í anddyri á fjölbýlishúsi að reykja og láta ófriðlega; voru þeir farnir er lögregla kom á vettvang.
Þá var ökumaður sektaður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.
Einn aðili var handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt; var aðilinn fluttur á lögreglustöð þar sem tekinn var af honum vettvangsskýrsla og hann látinn laus að því loknu.
Einnig sinnti lögregla sinnti eftirliti með skemmtistöðum í miðborginni og voru allir staðir með allt sitt á hreinu.
Hins vegar voru tveir ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða annarra fíkniefna.
Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis: Var hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann hafði í hótunum við lögreglumann; var hann vistaður í klefa þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.
Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Einn ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og var hann eftirlýstur í öðru máli hjá lögreglu; vistaður í fangaklefa.
Einn aðili var handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna og var hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar.
Þá var aðili handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt; var hann alls ekki í ástandi til þess að vera meðal almennings og ekki í skýrsluhæfu ástandi. Vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að taka af honum skýrslu.
Að lokum þá óskaði leigubílstjóri einn eftir aðstoð vegna farþega.