Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

„Ég ætla að finna drenginn minn og fara með hann heim“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er útilokað að reyna að setja sig spor móður sem gengur um götur framandi borgar og leitar að syni sínum. Slíkt er raun sem enginn ætti að þurfa að reyna en það er þó hlutskipti Hönnu Bjarkar Þrastardóttur sem um þessar mundir leitar sonar síns, Jóns Þrastar Jónssonar, með öllum tiltækum ráðum í Dublin, þar sem hann hvarf að morgni hins 9. febrúar.

Æðruleysi, einurð og ró Hönnu er aðdáunarverð sem segir af yfirvegun að hún sé á gangi í vorblíðunni í Dublin með vonina að leiðarljósi að leita sonar síns. „En þetta eru erfiðir tímar, ég neita því ekki. En við erum saman í þessu fjölskyldan og svona barnmörg kona er rík kona.“

Hann skiptir aldrei skapi, talar aldrei illa um nokkurn mann.

Aðspurð um hvernig barn Jón Þröstur hafi verið þá stendur ekki á svörum hjá Hönnu. „Hann var sérstaklega varkár en líka óskaplega hlýr og viðkvæmur drengur. Það heyrðist aldrei í honum og hann var alltaf svo fyrirferðalítill og rólegur, alveg sama á hverju gekk.“ Aðspurð um hvort það hafi eitthvað breyst þegar Jón Þröstur komst á unglingsaldur þvertekur Hanna fyrir það. „Nei, aldrei. Jón er þannig að honum lyndir við alla og líkar við alla. Hann skiptir aldrei skapi, talar aldrei illa um nokkurn mann en er á sama tíma ákaflega félagslyndur og hefur gaman af því að spjalla við fólk um heima og geima.“

Klár strákur með sterka réttlætiskennd

Hún hefur á orði að Jón Þröstur hafi alltaf haft mikið yndi af því að vera með börnunum sínum og eins hafi hann frá fyrsta degi tekið börnum unnustu sinnar sem sínum eigin. „Það lýsir honum ágætlega vegna þess að hann gerir aldrei mannamun. Hann setur alla undir sama hatt.“

Ef einhver þarf á honum að halda þá er hann mættur.

Hanna segir að eitt af því sem einkenni Jón sé hversu raungóður hann reynist ætíð sínu fólki. „Ef einhver þarf á honum að halda þá er hann mættur. Hann setur sjálfan sig aldrei í fyrsta sæti og hefur aldrei gert. En hann er líka með báða fætur á jörðinni, klár strákur með sterka réttlætiskennd.“

Aðspurð um þann tíma sem nú er fram undan segir Hanna að þau fái mikinn styrk frá írsku samfélagi. „Hér er mikil trú, bæn og kærleikur og það gefur okkur mikinn styrk sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Á svona tímum þarf maður von og frið í hjarta til þess að halda styrknum og ég er þakklát fyrir það hvernig samfélagið hér í Dublin hefur lagst á árarnar með okkur. En ég ætla líka að vera hér þar til ég er búin að finna drenginn minn og fara með hann heim.“

- Auglýsing -

Ítarlega er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Sjá nýtt viðtal við barnsmóður Jóns Þrastar: „Vináttan er okkur mikils virði“

Sjá einnig: „Ég veit að bróðir minn hefði gert það sama fyrir mig“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -