Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Ég ætla bara að segja, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á þinginu og í ríkisstjórn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástandið ástjórnarheimilinu er eigi gott og um það vitna ótal fréttir. Skyndifundur Sjálfstæðisflokksins bendir til að ólgan sé að aukast:

Bjarni Benediktsson.

„Við erum auðvitað að ræða alvarleg mál, það er alveg ljóst,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, í samtali við RÚV.

Ríkisstjórn Íslands 2024.

Ljóst er að á milli Sjálfstæðisflokksins og VG eru hlutirnir komnir í hart – ógöngur myndu einhverjir segja. Deilur flokkanna tveggja er kemur að útlendinga- og orkumálum eru miklar; hvorugur flokkurinn virðist ætla að gefa tommu eftir.

Og áðurnefnd Bryndís er kokhraust og segir engan geta þvingað Sjálfstæðisflokkinn í eitt néneitt sem hann vill ekki gera:

„Ég ætla bara að segja, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á þinginu og við erum stærsti flokkurinn í ríkisstjórn. Við erum með forsætisráðuneytið og engir aðrir flokkar geta stillt okkur einhvern veginn upp við vegg.“

- Auglýsing -

Bryndís segir að Sjálfstæðisflokkurinn treysti sér algjörlega í öll verkefni:

„Við höfum skrifað undir ákveðinn sáttmála; við erum tilbúin að takast á hendur við ákveðin verkefni. Ef þau verkefni nást ekki þá þurfum við að hugsa leikinn upp á nýtt. En það eru ekki aðrir sem eru leikendur í því að stilla okkur upp við vegg í þessum efnum.“

Ef þetta þrátefli á milli flokkanna heldur áfram telur Bryndís nokkuð ljóst að „þá gerist eitthvað nýtt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -