Ég barði á hurðina og ég man að það fyrsta sem ég sagði: „Kolbeinn Sigþórsson er að drepa mig.“
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar.
Hún segir frá því að hún hafi óttast um líf sitt á skemmtistaðnum B5, þegar Kolbeinn tók hana hálstaki.
Þórhildur er nýjasti gestur í hlaðvarpinu Eigin Konur. Þar rifjar hún upp erfiða reynslu sína frá þessu afdrifaríka kvöldi haustið 2017.
„Ég var að tala við vinkonu mína, svo kveð ég hana, stend upp og er að fara frá flöskuborðinu og þá allt í einu er ég bara með hendi í klofinu. Fyrstu viðbrögð eru alltaf að frjósa. Ég var bara „oh my god“ hvað er í gangi?” segir Þórhildur og bætir við:
“Þá situr hann þarna og horfir á mig. Hann sleppti ekkert og ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Mig minnir að ég hafi sagt: „Væri þér sama?“ eða eitthvað svona. Hann sagði „Hvað ætlarðu að gera í þessu“ og ég sagði bara „ha?“
Heldur áfram:
„Ég pældi þannig séð ekkert í þessu.“ Eftir atvikið óskemmtilega hafi Þórhildur farið frá Kolbeini og reynt að hætta að hugsa um þetta.
„Síðan er ég úti í portinu niðri á bakvið B5 og er að labba aftur inn þegar ég heyri ótrúlega mikil læti. Þá var hann þar og portið virkaði þannig að ef þú lokaðir hurðinni þá varstu læstur úti.
Hann var búinn að segja við mig að hann ætti staðinn og eitthvað svoleiðis og þess vegna gæti ég ekkert gert í þessu með höndina í klofinu,“ segir Þórhildur. Kolbeinn hefur þó aldrei átt neitt í B5, en bróðir hans, Andri Sigþórsson, sem er líka umboðsmaður Kolbeins, var einn af eigendum staðarins á þessum tíma en ekki Kolbeinn.
„Ég spurði: „Veistu þá ekki að þú átt ekki að loka þessari hurð?“ Hún segir Kolbein þá hafa hraunað hressilega yfir sig: “Þá fékk ég alls konar ljót orð yfir mig. “
Ég svaraði fyrir mig og sagði:
„Manstu ekki eftir andlitum, bara píkum?“ og þá brjálaðist hann.“ Um leið og Þórhildur gerði sig líklega til að ganga út úr portinu segist hún hafa gengið fyrir Kolbein sem hafi tekið hana hálstaki.
„Allt í einu var ég í chokehold og fraus algjörlega. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Fyrir tilviljun labbaði strákur út af klósettinu beint fyrir framan.
Hann losar aðeins um mig þannig að ég náði að gefa honum olnbogaskot og taka sprettinn upp á aðra hæð inn á Búlluna og á starfsmannasvæði. Ég barði á hurðina og ég man að það fyrsta sem ég sagði: „Kolbeinn Sigþórsson er að drepa mig.“ Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt.“