Þriðjudagur 24. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

„Ég er bara hissa að Þjóðhátíð hafi ekki grátbeðið Auði að vera með svona for the cherry on top“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú hefur Þjóðhátíðarnefnd tilkynnt að Ingólfur Þórarinsson eða Ingó Veðurguð muni stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð. Ekki nóg með það heldur verður hann í stærra hlutverki en hann hefur áður verið í á útihátíðinni. Það er óhætt að segja að samfélagsmiðlar nötri eftir að tilkynnt var um þetta í morgun. Tinna öfgafemínisti segir á Twitter: Ég er bara hissa að Þjóðhátíð hafi ekki grátbeðið Auði að vera með svona for the cherry on top. Hér má sjá frétt Mannlífs sem fjallar meðal annars um Auð. Auður sem átti að koma fram á hátíðinni hefur afbókað sig þar og alla viðburði sem hann ætlaði sér að koma fram á.

 

Tilkynning nefndarinnar sem birtist í morgun

Til gamans má geta þess að inni á  Dalurinn.is má finna yfirlýsingu ÍBV gegn ofbeldi og hefst hún á þessum orðum:

„Ofbeldi er samfélagslegt vandamál. Ábyrgð á ofbeldisverki ber þó gerandinn einn. Aldrei má deila þeirri ábyrgð; hvorki á fórnarlambið né aðstæður og umhverfi. Gerandinn ber einn alla sök. Þeir sem standa að Þjóðhátíð Vestmannaeyja munu aldrei samþykkja eða þagga niður ofbeldisverk, hvort sem þau eru framin á vettvangi hátíðarinnar eða annars staðar“.

Fólk ekki sátt

Fjöldi fólks er verulega ósátt og hreinlega í uppnámi vegna ákvörðunar Þjóðhátíðarnefndar eins og sjá má á þessum Twitter uppfærslum:

- Auglýsing -

Kolbrún BirnaÞað er svo merkilegt hvernig öll MeToo umræða virðist fljóta fram hjá öllum skipuleggjendum Þjóðhátíðar

Ragnhildur NÞað sorglega við orðspor Þjóðhátíðar er að ég held að enginn sé hissa á þessum fréttum

Fríða AmmendrupÆtlaði ekki að trúa fyrirsögnum dagsins á Vísi. Á ekki til orð !

- Auglýsing -

María SólveigKannski mætir einhver með egg

Tanja ÍsfjörðHALLÓ ÁRÍÐANDI. Ef einhver hefur staðfesta sögu af ákveðnum Veðurguð má hafa samband við mig. Þetta er komið fokking gott. Það eru komnar nokkrar í hús nú þegar. Þið eruð ekki einar

Tinna öfgafemínistiÉg er bara hissa að Þjóðhátíð hafi ekki grátbeðið Auði að vera með svona for the cherry on top“ og „Minningarathöfn fyrir Weinstein fyrir brekkusöng

MattýNefndin gefur Cosby frímiða

Eva BráVita þetta ekki margir en leynigestur þjóðhátíðar í ár er Bill Cosby

Sigrún SkaftaFlott þjóðhátíð, þið náðuð að staðfesta það ansi vel að ykkur gæti ekki verið meira sama um þolendur

Guðmundur JörundssonÞað gleður okkur þjóðhátíðarnefnd að tilkynna að Gunnar í Laugarásvideo verður með hoppukastalana hjá okkur í Eyjum í ár

Birkir Björnsson „Sama hvað gerist, þá virðist alltaf vera gigg í kvöld“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -