Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

„Ég gerðist ekki áskrifandi að persónulegum átökum annars fólks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergljótu Arnalds rithöfundi hefur verið vísað á dyr í menningarhúsinu Gimli á Stokkseyri þar sem hún hafði leigt sér listamannaaðstöðu. Páll Ásgeir Davíðsson, lögmaður og barnsfaðir hennar, fékk úthlutað aðstöðu í sama húsnæði og Bergljót en hún hefur sakað hann um heimilisofbeldi í áraraðir. Um er að ræða vinnuaðstöðu í menningarsetri á Stokkseyri en Bergljót ákvað að flytja til Eyrarbakka á sínum tíma til að vera sem fjærst eiginmanninum fyrrverandi.

Þrátt fyrir umleitanir þess efnis tókst Bergljótu ekki að fá Páli Ásgeiri úthýst heldur segist hún sjálf hafa fengið þau skilaboð að hún væri ekki lengur velkomin í menningarhúsið í bænum. Páll Ásgeir vísar því alfarið á bug að honum hafi gengið slæmt til þegar hann óskaði eftir vinnuaðstöðunni og telur sig hafa komið þangað inn á undan Bergljótu þó að hann hafi vissulega vitað að hún hefði hug á því.

„Við þekkjum þau ekki neitt og tökum ekki nokkra afstöðu í þeirra deiluefnum.“

Alda Rose Cartwright er formaður listahópsins sem leigir húsnæði menningarhússins af sveitarfélaginu Árborg. Hún segir það alveg skýrt að í upphafi hafi hópurinn ekki vitað af tengslunum milli Bergljótar og Páls Ásgeirs. Til að forðast áreitið sem fylgdi málinu var ákveðið að vísa rithöfundinum á dyr. „Þetta er fólk sem kom til okkar á mismunandi forsendum og við vissum ekki að þau væru tengd. Við þekkjum þau ekki neitt og tökum ekki nokkra afstöðu í þeirra deiluefnum,“ segir Alda Rose. Aðspurð segir Alda Rose menningarsetrið alls ekki vinnustöð ætlaða listamönnum eingöngu.

„Hann vantaði afdrep. Við tókum bara vel í það enda trúum við því að fólk sé gott og í góðri trú buðum við honum því að vera. Þetta er opin vinnuaðstaða þar sem fólk getur líka komið og unnið sín lögfræðiskjöl. Þetta er ekki staður eingöngu fyrir listamenn,“ segir Alda Rose sem leggur áherslu á að Páll Ásgeir hafa komið inn nokkru á undan Bergljótu og að hann hafi dregið sig til baka að sjálfsdáðum. „Málið hefur valdið vinnustaðnum gífurlegu álagi og streitu. Við erum algjörlega hlutlaus en þetta hefur haft mjög íþyngjandi áhrif því það sem er þeirra á milli kemur okkur ekki við. Ég gerðist ekki áskrifandi að persónulegum átökum annars fólks.“

Lestu nánar um málið í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -