Hlynur Kristinn Rúnarsson var alla tíð góður námsmaður og mikið í íþróttum, hann kláraði stúdentsprófið á tveimur árum og ætlaði að læra fjármálaverkfræði. Eftir áralanga neyslu og sölu stera, fíkniefna og fangelsisdóm, fór hann í meðferð og er breyttur og betri maður í dag.
Hlynur prýðir forsíðu helgarblaðs Mannlífs sem kemur út á morgun.
„Þú horfir á fjallið sem þú ert búinn að skapa af vandamálum og hugsar bara: Ég kemst aldrei yfir þetta. Og þá er betra að deyfa sig bara í neyslu,“ segir Hlynur í viðtalinu.
„Þú horfir á fjallið sem þú ert búinn að skapa af vandamálum og hugsar bara: Ég kemst aldrei yfir þetta.“
Hlynur hefur nú verið edrú í rúma þrjá mánuði, vinnur í sjálfum sér á hverjum degi og er nýlega búinn að stofna góðgerðasamtökin Það er von. „Ég stofnaði samtökin af því ég vil gefa fólki von og sýna því að það getur breytt lífi sínu til batnaðar. Ég legg jafnmikið í það í dag að vera edrú eins og ég lagði í það áður að vera í neyslu.
„Í dag líður mér vel og ég er að gera hluti sem eru uppbyggilegir. Ef ég held áfram sömu leið þá mun mér líða betur og betur. Og ég hef tekið ábyrgð og viðurkennt og reynt að bæta fólki upp það tjón sem ég hef valdið því.“
Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlífi á morgun.