Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Ég óska engu foreldri að vera í þessari stöðu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov slösuðust alvarlega í bruna í kjallaraíbúð í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudagins 23. október. Sú ákvörðun var tekin vegna áverka Sólrúnar Öldu að flytja hana á sjúkrahús erlendis og er ljóst að langt bataferli er fram undan hjá unga parinu.

 

Þórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar Öldu, hefur verið hjá dóttur sinni undanfarinn mánuð. Í viðtali við Mannlíf segir Þórunn Alda að reykskynjari hefði getað bjargað öllu við þessar aðstæður, sem eru þær erfiðustu sem fjölskyldan hefur glímt við.

Sólrún Alda og Rahmon

„Ég hef aldrei og ætla aldrei að lenda í þessu aftur. Og ég óska engu foreldri að vera í þessari stöðu. Þetta er tilgangslaust, farðu út og kauptu þér reykskynjara. Hvert einasta heimili ætti að vera með reykskynjara,“ segir Þórunn Alda þegar hún er spurð þeirrar kaldranalegu spurningar hvort aðstæðurnar nú séu ekki þær verstu sem hún hefur glímt við.

„Það á ekki að vera þannig að það séu fjórir eldsvoðar sömu vikuna og enginn með reykskynjara. Þetta er svo skrítið, kannski af því að við höfum alltaf verið með reykskynjara á okkar heimili og farið yfir þá,“ segir Þórunn Alda og bætir við að læknarnir úti hafi sagt þeim að eldsvoðar séu algengir í svefnherbergjum þar sem fólk hleður síma þar inni. „Við hjónin settum reykskynjara upp í öllum svefnherbergjum. Ég vil hvetja fólk til að setja upp reykskynjara, sérstaklega í svefnherbergjum unglinga, bara ef eitthvað gerist.“

Fjölskyldan hefur notið mikils stuðnings eftir að eldsvoðinn varð. Vinkonur Sólrúnar Öldu stóðu fyrir bænastund í Grindavíkurkirkju og styrktartónleikar eru fyrirhugaðir 10. desember. „Við höfum fundið mikinn stuðning frá fólkinu okkar og samfélaginu. Við erum þakklát öllu því fólki sem kemur fram á tónleikunum og við skipulagningu þeirra. Sigríður María á þakkir skildar fyrir vinnu sína. Bryggjan fyrir að lána þeim húsnæði sitt þennan dag. Við finnum stuðning úr öllum áttum,“ segir Þórunn Alda.

Lesa má viðtalið í heild sinni í Mannlíf.

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Við mæðgurnar ætlum heim saman“

Sjá einnig: Sólrún Alda og Rahmon berjast fyrir lífi sínu: Styrktarreikningur stofnaður

Sjá einnig: Bænastund í Grindavíkurkirkju fyrir konuna sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð

- Auglýsing -

Sjá einnig: Þrjú slösuð eftir bruna

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -