Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

„Ég hef dílað við margt erfiðara en þetta í lífinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klausturmálinu svokallaða, finnur fyrir miklum stuðningi frá sínum nánustu en líka fólki sem hún þekkir ekki.

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klausturmálinu svokallaða, hefur verið boðið til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn. Bréf þess efnist fékk hún í gær. Bára segist finna fyrir miklum stuðningi frá fólki í kringum sig.

„Stuðningurinn sem ég hef fundið fyrir er alveg svakalegur, alveg yndislegur. Ég hef fengið alveg hrúgu af fallegum skilaboðum, bæði frá fólki sem ég þekki og þekki ekki. Það eru allir voðalega góðir við mig. Fólk er augljóslega sátt með mig,“ útskýrir Bára. „Ég hef allavega ekki enn þá hitt neinn sem er ósáttur við ákvörðun mína um að taka samtölin upp, fyrir utan augljósa aðila.“

Á fund með lögfræðing í dag

Spurð út í hvort hún sé stressuð fyrir mánudeginum segir Bára: „Ekki beint, ég ætti örugglega að vera miklu stressaðri en ég er. En ég er bara eitthvað svo venjuleg manneskja. Ég lifi svo venjulega lífi og hef meiri áhyggjur af því að mæta til læknis á réttum tíma og svo framvegis,“ segir Bára sem á fund með lögfræðingi í dag.

„Hún [lögfræðingurinn] mun segja mér hverju ég þarf að hafa áhyggjur af. Og hvað ég á að gera.“

Bára tæklar hlutina greinileg með jákvæði að vopni. „Þetta hlýtur að leysast eins og allt annað í lífinu. Við sjáum bara hvernig fer. Ég hef dílað við margt erfiðara en þetta í lífinu.“

- Auglýsing -

Sjá einnig: Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -