Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Ég hef ekki verið beðin um að syngja inn á plötu síðan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir hefur verið ein skemmtilegasta kona landsins um árabil. Edda sem á afmæli föstudaginn 13. september hefur þó gert fleira en að leika. Hér ljóstrar hún upp fimm staðreyndum um sjálfa sig.

„Eftir stúdentspróf skráði ég mig í Heimspeki í HÍ en endaði svo í Röntgentæknaskólanum (það nám heitir núna geislafræði). Hætti því námi þegar Leiklistarskóli leikhúsanna var stofnaður og dreif mig í  inntökupróf (eftir það var líf mitt aðeins sýnilegra almenningi). Ef ég hefði klárað geislafræðina væri  ég sennilega að taka á móti sjúklingum núna og stilla þeim upp fyrir röntgenmyndir í stað þess að vera fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu.“

„Ég söng inn á plötuna Óla Prik (er nú ekki oft beðin um að syngja inn á plötur) og ég man ekki einu sinni hvað lagið heitir. Ég hef ekki verið beðin um að syngja inn á plötu síðan.“

„Ég flutti til San Diego í Kaliforníu í eitt ár til að gefa mér næði til að skrifa meistararitgerð mína, Húmor í stjórnun, en flaug reglulega heim til þess að halda fyrirlestra og námskeið (það hefur sem sagt verið leynistarfið mitt í yfir 20 ár). Ég flaug líka heim til að leika sýninguna Alveg brilljant skilnaður, sem var sýnd í þrjú leikár í Borgarleikhúsinu og sló öll aðsóknarmet. Nágrannar okkar í San Diego voru vinir okkar Stefán Karl og Steinunn Ólína. Rosalega skemmtilegt ár.“

„Það hafa komið út tvær bækur eftir mig. Bókin Á tali, eftir mig og Helgu Thorberg og Dagbók Eddu, sem er grínútgáfa af minni eigin dagbók. Bókin Á tali er þannig tilkomin að ég var í hópnum sem stofnaði Kvennaframboðið og við Helga vorum með femíníska grínþætti í útvarpinu í tilefni af heimsyfirráðum kvenna og við enduðum með að gefa efnið út á bók.“

„Nýjasta höfundaverk mitt eru Styrkleikakort sem ég ákvað að gefa út á íslensku eftir námið mitt í jákvæðri sálfræði í HÍ, en svona kort nota ég mikið á námskeiðum sem ég hef haldið undanfarin ár í fyrirtækjum og hópum. Fyrsta prentun er að seljast upp og við erum að fara af stað með annað upplag, mjög falleg kort og gagnleg.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -