Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Ég hef oft verið spurð hvort ég sé með krabbamein“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég hef alltaf reynt að taka þessu eins og það er og vekja líka athygli á þessum sjúkdómi af því að þetta er miklu algengara en maður gerir sér grein fyrir.“

Ragna Sólveig Þórðardóttir er í Helgarviðtali Mannlífs. Ragna er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia sem veldur blettaskalla eða jafnvel algjöru hárlosi. Hún fór að fá blettaskalla þegar hún gekk með sitt annað barn í hittifyrra, hárið var svo rakað af henni og hún segist ekki gera sér vonir um að fá það aftur. „Þetta er krefjandi og oft saknar maður þess að vera með hár. En það er ekkert við því að gera.“

Ragna segir fáa þekkja þennan sjúkdóm og hefur hún verið spurð að því hvort hún sé með krabbamein.

„Ég þurfti svo mikið að vera að útskýra fyrir vinum og fjölskyldu. Enginn vissi hvað var í gangi eða enginn skildi þetta og maður var alltaf settur í stöðu eins og það væri eitthvað að manni sem er frekar leiðinlegt. Það þekkja fáir þennan sjúkdóm og ég þekkti hann ekki sjálf. Ég hef oft verið spurð hvort ég sé með krabbamein og ég sé hvernig fólk horfir á mig því ég geng ekki með hárkollur en er stundum með klút.“

Ragna Sólveig Þórðardóttir
Ragna var árum saman með þykkt og sítt, rautt hár. „Ég hafði aldrei nokkurn tímann svo mikið sem litað það.“

Áður var Ragna með þykkt og sítt, rautt hár, sem hún segir aldrei hafa svo mikið sem litað. Því var það erfitt skref að stíga að raka hárið af.

„Maðurinn minn, Ingvar Þór, tók eftir blettunum og hann var farinn að spyrja hvort mér myndi ekki líða betur ef ég myndi raka af mér hárið. Ég var farin að fela blettina svo mikið og mér fannst það vera erfitt. Ég var alltaf meðvituð um hvort það væri einhver fyrir aftan mig eða hvort einhver myndi taka eftir þessu. Hárið á mér var orðið svo rosalega þunnt. Svo kom ég heim einn daginn í maí og hugsaði mér mér hvort það yrði ekki auðveldara ef hárið væri rakað af mér. Þar sem ég gat ekki prófað neinar meðferðir þá sá ég ekkert annað í stöðunni en að taka það litla sem var eftir.

Það var svo mjög tilfinningaþrungin stund þegar maðurinn minn rakaði af mér allt hárið og í framhaldinu rakaði hann sig og son okkar líka.

- Auglýsing -

Ég vandist því samt fljótt að vera sköllótt. Mér fannst svo eiginlega vera erfiðara að útskýra þetta fyrir fólki heldur en að láta raka hárið af en bæði maðurinn minn og eldri strákurinn voru aldrei spurðir út í neitt í sambandi við að vera sköllóttir eftir að hafa rakað á sér hárið líka. Bara ég. Mér finnst ég líta vel út og mér líður vel  en mér finnst það vera sorglegt hvernig fólk leyfir sér að tjá sig við mig um þetta án þess að ég nefni þetta neitt.“

 

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -