Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Ég hef upplifað margar sorglegar stundir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Okkar eina sanna Svala Björgvinsdóttir er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Svölu þarf nú ekki að kynna fyrir neinum, en hún hefur leyft þjóðinni að njóta sönghæfileika sinna frá barnsaldri og notið mikilla vinsælda, enda með einstaka rödd.
Mannlíf komst að því að Svala er háð sykri, hún trúir á drauga, er með mikla fullkomnunaráráttu og á sér marga drauma, meðal annars að eiga sína eigin húðvörulínu -sem vonandi verður að veruleika, því hver vill ekki líta jafn vel út og Svala sem er 44 ára gömul og virðist ekki degi eldri en 25.
Fjölskylduhagir? Bý með unnusta mínum Kristján Einari og hundinum okkar Sósu og kisunni Púmbus í gömlu fallegu húsi í Hafnarfirðinum.

Menntun/atvinna? Ég er söngkona og lagahöfundur, hef einnig verið með mína eigin fatalínu sem ég hannaði í LA.

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Ég er mikill sci fi nörd og elska mikið þætti eins og Stranger Things, Handmaids Tale og Walking Dead.

Leikari? Meryl Streep, alltaf. Hún er mögnuð þessi kona og ég hef séð allar hennar myndir oftar en einu sinni.

Rithöfundur? Elska Yrsu Sigurðardóttir og allar hennar bækur.

Bók eða bíó? Get ekki valið á milli því ég les rosa mikið af vísindaskáldsögum og er alger bíófíkill líka heheh.

- Auglýsing -

Besti matur? Sushi og indverskur matur.

Kók eða Pepsí? Pepsi Max forever!!!!

Fallegasti staðurinn? Ég kom í Ásbyrgi í fyrsta sinn í fyrra og ég hef bara ekki séð fallegri stað! Ég hef ferðast um allan heim en þessi staður er bara á einhverju öðru leveli. Mér fannst ég vera stödd í Lord of the rings bíómynd. Töfrandi staður og góður hljómburður þegar maður syngur.

- Auglýsing -

Hvað er skemmtilegt? Að syngja live fyrir fólk. Það er eiginlega ólýsanlegt hve mikla ánægju það gefur mér að geta fengið að vinna við að syngja fyrir fólk.

Hvað er leiðinlegt? Neikvæðni og baktal.

Hvaða skemmtistaður? Kiki er æði því þar er alltaf meiriháttar skemmtileg tónlist og maður getur bara mætt og dansað fram á nótt. Svo finnst mér Miami Bar líka alltaf mjög næs.

Kostir? Trygg, þolinmóð, ástríðufull, fordómalaus, bjartsýn og jákvæð.

Lestir? Háð sykri, sem sagt nammi og gosi og frostpinnum. Ég treysti alltaf öllum og hef fengið það í bakið. Er ekki dugleg að vakna svaka snemma á morgnana og vaki alltaf fram eftir því ég er alger náttugla. Mega flughrædd og lofthrædd. Ekki góð að elda heldur. Með fullkomnunaráráttu í næstum öllu.

Hver er fyndinn? Kristján Einar Sigurbjörnsson, unnusti minn. Hann er einn sá fyndnasti maður sem ég hef kynnst.

Hver er leiðinlegur? Fólk sem er ekki með húmor.

Trúir þú á drauga? Já ég trúi á drauga og er mjög næm og hef oft fundið fyrir allskonar orkum í gegnum tíðina.

Stærsta augnablikið? Þegar ég vann Söngvakeppni Sjónvarpsins 2017. Það var ógleymanlegt moment og ég fann fyrir svo miklu þakklæti og hógværð. Það voru svo margir æðislegir sem voru að keppa það árið og mér fannst bara svo gaman að taka þátt. Ég hef aldrei unnið neitt á ævinni, verðlaun eða þannig, þetta var í fyrsta skipti á mínum langa ferli sem ég vann eitthvað og það var fallegt og stórt augnablik.

Mestu vonbrigðin? Þetta er án gríns smá erfið spurning því ég er svo mikið týpan sem trúi á að „everything happens for a reason“. Og er ekki mikið með eftirsjá, heldur vil ég alltaf læra af því sem maður upplifir hvort sem það er gott eða slæmt. Þannig að finna hver voru mestu vonbrigðin er svolítið erfitt.
En til að nefna eitthvað þá fannst mér vonbrigði þegar Selma Björns vann ekki Eurovision 2001, því það munaði svo litlu að hún hefði unnið og hún átti að vinna að mínu mati því hún var svo langbest!!!!

Hver er draumurinn? Ég á svo marga drauma. Mig langar að ferðast um alla Asíu, ég vil læra ítölsku og spænsku. Mig langar að leika í söngleik og bíómynd. Mig langar að vera með mínar eigin húðvörur. Og svo langar mig að verða móðir.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að hjálpa tveimur nánum fjölskyldumeðlimum í gegnum erfið veikindi.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei ég held að maður sé  alltaf að reyna ná allskonar markmiðum og elta einhverja drauma. Og ég held að það sé gott fyrir andlega heilsu að hafa alltaf markmið og drauma því það heldur manni á tánum og drífur mann áfram í lífinu.

Manstu eftir einhverjum brandara? Jesús ég er svo slæm að muna brandara. Ég er með mjög svartan húmor og dýrka þannig brandara. En man þá samt aldrei lol.

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég var að performa á mjög stórri tónlistarhátíð í Arizona fyrir framan mörg þúsund manns, ætli það hafi ekki verið hátt í 10 þúsund manns þarna og buxurnar mínar, sem voru mjög þröngar, rifnuðu á rassinum og ég var ekki í nærbuxum undir þeim því þær voru svo þröngar. Þetta gerðist í miðju showi, ég átti alveg fjögur lög eftir. Ég var með dansara og átti að gera allskonar spor með þeim en gat aldrei snúið mér við og gat varla hreyft mig því þá hefðu buxurnar bara rifnað af mér.
Það var mjög vandræðalegt og frekar stressandi moment.

Sorglegasta stundin? Það er ekki hægt að minnast á eina sorglega stund því ég hef upplifað margar sorglegar stundir. Þær hafa allar tengst þegar fólk sem ég elska fellur frá. Seinasta sorglegasta stundin var þegar amma mín dó, við söknum hennar mikið.

Mesta gleðin? Ég fæ mestu gleðina við að gleðja aðra. Að vera til staðar fyrir aðra og hjálpa öðrum færir mér mikla gleði.

Mikilvægast í lífinu? Að vera þakklátur, vera í augnablikinu og vera opin til að læra alltaf eitthvað nýtt og bæta sig sem persónu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -