Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Páll vill sömu þjónustu og tengdasonur oddvitans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þau hafa byggt þarna á lóð sem þau eiga ekki og það án allra byggingaleyfa og teikninga. Það er ekkert slíkt sem liggur fyrir og fólkið fer greinilega fram með offorsi með þessa óleyfisbyggingu,“ segir Páll Pálsson, húsasmíðameistari og brottfluttur íbúi Árneshrepps á Ströndum.

Líkt og Mannlíf greindi reisti fjölskylda oddvita Árneshrepps á Ströndum byggingu á landi sem hún á ekki. Þar að auki var byggingin reist í leyfisleysi. Fyrir framkvæmdinni er skráður Magnús Karl Pétursson, hótelstjóri á Djúpavík og tengdasonur Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita hreppsins.

Forsaga málsins er sú að fjölskyldan fékk fyrir mörgum árum svokallað stöðuleyfi fyrir því að koma fyrir gámum á landi í Djúpavík á Ströndum. Undanfarin ár hefur fjölskyldan síðan byggt í kringum þessa gáma en fyrir því liggja ekki leyfi frá hinum opinbera.

„Númer 1, 2 og 3 þá þarftu að eiga lóðina sem þú ætlar að byggja á og svo að sjálfsögðu að fá leyfi fyrir því líka,“ sagði Grettir Ásmundsson, byggingafulltrúi Árneshrepps á Ströndum, í samtali við Mannlíf og staðfesti þar að ekkert byggingarleyfi hafi verið fyrir byggingunni og því hafi framkvæmdir verið stöðvaðar. Hann bendir á að málið sé í ferli þar sem oddvitafjölskyldunni verður gefinn kostur á að komast yfir lóðina og skila inn teikningum með leyfisumsókn.

Páll hefur sent skipulagsyfirvöldum hreppsins bréf og óskað eftir að fá að fylgja fordæmi fjölskyldunnar og byggja þar sjálfur þrátt fyrir að eiga þar enga jörð. „Ég er nú þarna úr hreppnum en á hvergi lóð. Mig hefur alltaf langað til að byggja þarna og nú sé ég að það hefur skapast gott fordæmi. Ég hlýt að fá sömu meðferð og er því örugglega óhætt að fara að byggja bara einhvers staðar,“ segir Páll.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -