Miðvikudagur 18. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

„Ég lofa þér að ég mun elska þig og vernda“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stórleikarinn Dwayne “The Rock” Johnson eignaðist sitt annað barn með kærustu sinni Lauren Hashian í gær. Dwayne tilkynnti þetta á Instagram og deildi um leið yndislegri mynd af nýfæddri stúlkunni, sem fengið hefur nafnið Tiana Gia Johnson.

Með myndinni birtir Dwayne hjartnæm skilaboð.

„Hamingjusamur og stoltur að færa heiminum aðra sterka stúlku. Tiana Gia Johnson kom í heiminn eins og náttúruafl og móðirin fæddi hana eins og rokkstjarna,“ skrifar Dwayne. Hann bætir við að hann beri ómælda virðingu fyrir konum um heim allan.

A post shared by therock (@therock) on

„Ég var alinn upp og umkringdur sterkum, ástríkum konum allt mitt líf, en eftir að hafa tekið þátt í fæðingu Tiu er erfitt fyrir mig að lýsa þeirri ást, virðingu og aðdáun sem ég ber til Lauren Hashian og allra mæðra og kvenna þarna úti.“

Þá gefur leikarinn verðandi feðrum mikilvæg ráð.

- Auglýsing -

„Það er mikilvægt að ná sambandi við konu sína þegar hún er að fæða, að styðja hana eins mikið og hægt er, haldast í hendur, halda í fótleggi, gera hvað sem þú getur. En ef þú vilt virkilega skilja kraftmiklustu og frumstæðustu stundu sem lífið hefur upp á að bjóða – horfðu á barnið þitt fæðast. Það breytir lífinu og sú virðing og aðdáun sem þú berð til konu verður takmarkalaus.“

Þetta er þriðja dóttir Dwayne en fyrir átti hann hina tveggja ára Jasmine Lia með Lauren og hina sextán ára gömlu Simone Alexandra úr fyrra hjónabandi. Hann segir að Tiana litla fái nákvæmlega sömu meðferð og hinar tvær stúlkurnar – nóg af ást og stuðningi.

„Ég lofa þér að ég mun elska þig og vernda, leiðbeina þér og láta þig hlæja restina af lífinu mínu. Brjálaði pabbi þinn ber ábyrgð á mörgu og ber ýmsa hatta í þessum stóra heimi, en að vera faðir þinn verður alltaf sá hattur sem ég er stoltastur af því að bera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -