Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Ég sagði einhvern tíma í gríni að ég væri að leita að hlutastarfskærustu, en það er í gríni sagt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigmar Vilhjálmsson varð fyrst landsþekktur fyrir að drekka ógeðsdrykki og stunda símahrekki í sjónvarpsþættinum 70 mínútur. Mörgum árum síðar er hann orðinn þekktur viðskiptamaður og er að opna tvo nýja staði í miðjum heimsfaraldri. Í viðtali við Mannlíf ræðir hann æskuárin, föðurhlutverkið, framann, fyrirtækin og síðast en ekki síst, sjálfan sig.

 

Alltaf verið barnakall

Simmi var orðinn föðurbróðir tíu ára gamall og byrjaður að passa börn bræðra sinna. Sjálfur hafði hann alltaf áhuga á eignast börn og fjölskyldu. „Ég eignaðist helmingi færri börn en foreldrar mínir, ég á þrjá stráka. Ég hef alltaf verið mikill barnakall, hef mjög gaman af börnum og hlakka bara til að verða afi, ég held að það sé besta hlutverkið af þeim öllum. Svo getur bara vel verið, nú þegar maður er einhleypur, að maður finni einhverja og eignist fleiri börn,“ segir Simmi og hlær, en dregur síðan örlítið í land. „Ég er ekki að opna á það samt en mig hefur aldrei hryllt við börnum eða foreldrahlutverkinu.“

„Ég hef alltaf verið mikill barnakall, hef mjög gaman af börnum og hlakka bara til að verða afi, ég held að það sé besta hlutverkið af þeim öllum.“

Ertu góður pabbi?

„Ég held það já, ég alla vega reyni að leggja áherslu á það og að við gerum hluti saman. Ég leyfi þeim líka að eiga frumkvæðið, en ég hef tekið mjög virkan þátt í því sem þeir gera, ég er liðsstjórinn á fótboltamótunum, sef í skólastofunni með strákunum, segi sögur og tek þann pakka. Ég hef gaman af því og að kynnast um leið strákunum sem eru samferðamenn sona minna og sjá hvernig karakterar þeir eru og munu verða,“ segir Simmi.

Að hans mati felst skilgreining á góðu foreldri þó ekki í hversu góður skemmtanastjóri það er, heldur hvaða gildum það er hægt að koma að, og stundum felist samvera í að gera ekkert saman. „Ég finn mun á mínum elsta, sem er 17 ára, og mínum yngsta, sem er 10 ára, að tíminn sem við höfum sem foreldrar til að hafa áhrif á börnin okkar hefur styst. Áhrifavaldarnir í upplýsingum sem flæða yfir börnin okkar eru það sterkir. Maður taldi sig hafa 14 ár til að ala upp barnið sitt og kenna því ákveðin gildi, en hann hefur styst alveg um fjögur ár milli þeirra tveggja þannig að ég held að ég sé bara að horfa á það að ég, á lokasprettinum með þann yngsta, er að koma gildum inn hjá honum til frambúðar. Ég held að það mikilvægasta í dag sé að kunna að velja og hafna, vita muninn á hvað er rétt og hvað er rangt. Mér hefur lánast það til þessa, synir mínir hafa verið mjög heilbrigðir í afstöðu sinni til hópþrýstings til slæmra verka, það er stutt hins vegar í það að þeir séu fjörugir og hrekkjóttir og ég verð víst að bera einhverja ábyrgð á því,“ segir Simmi og brosir prakkaralega og svarar aðspurður að synirnir verði að ákveða hvort þeir feti í fótspor hans í ógeðsdrykkjum og hrekkjum. „Ég hef ekki teiknað upp neina stjörnumynd af því.“

- Auglýsing -
„Ég sagði einhvern tíma í gríni að ég væri að leita að hlutastarfskærustu, en það er í gríni sagt.“ Mynd / Hallur Karlsson

Er tími fyrir ástina?

„Það er erfitt, hún þarf tíma og það þarf að rækta hana eins og annað. Ég sagði einhvern tíma í gríni að ég væri að leita að hlutastarfskærustu, en það er í gríni sagt,“ ítrekar Simmi. „Er þetta ekki bara þannig að hún kemur þegar hún kemur; einhvers staðar las ég að þegar maður leitar sem minnst þá dettur þetta í fangið á manni. Ég er alla vega ekki á Tinder og hef ekki hug á að fara þangað, ég held að það sé ekki vettvangurinn fyrir þessi mál. Kannski gerist þetta á einhverju balli hér á Bryggjunni að maður dettur í vangadansinn, hver veit?“

 

- Auglýsing -
Lestu viðtalið við Simma í Mannlífi

Lestu viðtalið við Simma í Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -