Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

„Ég skammast mín ekki að tala um þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Charlize Theron fer með eitt aðalhlutverkið í nýrri kvik­mynd, Bombshell, sem verður frumsýnd hér á landi í janúar. Myndin er byggð á hneykslismáli sem sneri að Fox News sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Myndin byggir á sögu kvenn­anna sem risu upp gegn kyn­ferðis­legri áreitni af hálfu Rogers Ailes, yf­ir­manns Fox. Hann sagði af sér í kjölfarið. Nicole Kidman og Margot Robbie fara einnig með hlutverk í myndinni.

Theron ræðir myndina í nýju viðtali við NPR ásamt því að ræða uppvöxtinn í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar og áfall sem hún varð fyrir í æsku þegar mamma hennar skaut föður hennar til bana.

„Ég skildi ekki almennilega hvaða áhrif þetta hafði á mig sem barn,“ segir Theron um aðskilnaðarstefnuna sem ríkti í Suður-Afríku á árunum 1948 til 1994 og fólst í því að þarlend stjórnvöld héldu svörtu fólki og hvítu aðskildu.

Hún segist hafa leitað sér hjálpar sálfræðings þegar hún komst á fertugsaldurinn. „Það er erfitt að sætta sig við þetta þegar þú áttar þig á forréttindunum sem þú bjóst við undir þessari stjórn vegna þess að þú varst með „réttan“ húðlit.“

Skaut þrisvar sinnum í gegnum hurðina

Í viðtalinu segir hún einnig frá föður sínum sem var myrtur 1991. „Faðir minn var mjög veikur maður. Hann glímdi við alkóhólisma allt mitt líf,“ útskýrir Theron og lýsir kvöldinu þegar móðir hennar skaut hann til bana í sjálfsvörn.

- Auglýsing -

„Faðir minn var svo drukkinn að hann hefði ekki átt að geta gengið þegar hann kom inn á heimilið með byssu. Ég og mamma vorum inni í herberginu mínu og hölluðum okkur upp að hurðinni þegar hann reyndi að brjóta sér leið inn. Þannig að við lágum báðar upp við hurðina til að koma í veg fyrir að hann kæmist inn. Hann steig skref aftur á bak og skaut þrisvar sinnum í gegnum hurðina. Þessar byssukúlur hæfðu okkur ekki sem er kraftaverk,“ segir Theron. Hún segir móður sína þá hafa skotið föður hennar í sjálfsvörn.

Hún segist óhrædd að ræða þetta atvik. „Ég skammast mín ekki að tala um þetta.“

Stiklu úr nýjustu mynd Theron má sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -