Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Ég stressast upp og fagna innra með mér þegar ég slepp í gegn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haukur Örn Birgisson lögfræðingur og forseti Golfsambands Íslands lýsir reynslu af samskiptum við þrjár starfsstéttir í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Líklegt er að margir tengi við skrif Hauks Arnars því þó starfsstéttirnar séu allar þarfar og starfsmenn sinni starfi sínu af alúð þá er eitthvað við þessi verkefni sem stressar mann upp. Ertu að tengja?

Til eru starfstéttir hér á landi sem valda stressi. Hér er vitaskuld átt við tannlækna, tollverði á Keflavíkurflugvelli og þá sem vinna við bifreiðaskoðun. Þetta er tæmandi listi. Líklegast er þetta besta fólk en ég er skítstressaður þegar ég hitti það í vinnunni.

Ég fer til tannlæknis einu sinni á ári. Ónotin byrja um leið og tíminn er bókaður. Skemmdalaus árum saman hef ég engu að kvíða en geri það samt. Á leiðinni út úr húsi þríf ég tennurnar einstaklega vel með þráðum og kropptólum sem finnast djúpt í skúffunni. Eins og það breyti einhverju úr þessu. Ég vil samt ekki valda tannlækninum vonbrigðum og ég ber ótta minn í hljóði á meðan hún leitar að Karíusi.

Að fara með bílinn í skoðun er eins og að fara í próf. Með öndina í hálsinum fylgist ég, í gegnum glerið, með manninum skoða bílinn. Ég veit alveg hvað amar að bílnum en ég vonast til að hann komi ekki auga á það. Þegar hann teygir sig eftir númeraplötulímmiðanum fæ ég hland fyrir hjartað af kvíða yfir litnum. Spennufallið hellist yfir mig þegar miðinn er kominn á og starfsmaðurinn færir sig loks frá.

Ég hef aldrei smyglað fíkniefnum til landsins og það stendur ekki til. Mér líður samt alltaf eins og glæpamanni þegar ég labba fram hjá steindauðu speglagleri tollvarðanna. Er einhver þarna á bak við og ætli þeir stoppi mig að þessu sinni? Ég reyni að ganga, hversdagslegur í fari, fram hjá rúðunni og hugsa um það eitt hvert ég á að horfa. Með ekkert að fela, stressast ég upp og fagna innra með mér þegar ég slepp í gegn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -