Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

„Ég taldi mig vera að velja ör­ugg­an stað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjóri Gestgjafans í hringiðu hryðjuverkaárása í Sri Lanka.

„Sri Lanka var val­inn ferðamannastaður árs­ins 2019 af Lonely Pla­net, þannig að ég taldi mig vera að velja ör­ugg­an stað til að heimsækja,“ segir Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Gestgjafans sem var ásamt dóttur sinni Viktoríu Kjartansdóttur stödd í Negombo í gær, en þar var framin hryðjuverkaárás í kirkjunni í morgun með þeim afleiðingum að 67 manns lét­ust.

Samkvæmt fréttastofunni AFP var árásin hluti af röð sprengjuárása sem gerðar voru í Sri Lanka í morgun, en talið er að minnst 207 manns hafi látið lífið í þeim og fleiri hundruð særst. Virðast árásirnar hafa beinst gegn kristn­u fólki og ferðamönn­um, þar sem hótel og kirkjur í landinu voru helstu skotmörkin. Liggur grunur á að öfgaíslamistar, kenndir við NTJ (National Thowheeth Jama’ath), hafi verið að verki. Hefur fréttastofan eftir lögreglunni að minnst 25 hafi látist í árásinni á kirkjuna í Batticaloa, 45 í Kólombór og 67 í Negombo þar sem mæðgurnar Hanna og Viktoría voru staddar daginn áður.

Hanna, sem hefur skrifað töluvert um ferðalög bæði fyrir Gestgjafann og Mannlíf, segist ekki hafa lent í neinu í líkingu við þetta áður. Dagarnir fram að ódæðisverkinu hafi verið yndislegir í Sri Lanka og þær mæðgur hafi, þrátt fyrir að hafa lent í ýmsu, ekki upplifað sig óöruggar.

Nú séu þær komnar til Maldavíeyja eftir erfitt ferðalag og muni verja þar nokkrum dögum áður en haldið er til Íslands. Fram að því ætlar hún að fylgjast vel með gangi mála og ráðfæra sig við ferðaskrifstofuna, enda þurfi þær að millilenda í Kólombo á leiðinni heim. Hanna segir að á þessari stundu sé hugur þeirra mæðgna hjá íbúum Sri Lanka og fórnarlömbum árásanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -