Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

„Ég var einn í tvo mánuði en aldrei einmana“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari og fyrirlesari, ferðaðist einn um Mexíkó síðasta sumar. Það veitti honum innblástur til þess að gefa eina milljón króna í hjálparstarf til barna þar í landi eftir að heim var komið. Pálmar prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Mannlífs sem kemur út á morgun.

Pálmar segir að síðastliðið vor hafi hann verið búinn að vinna gríðarlega mikið og fundið að það væri kominn tími á gott frí. Hann hafi því ákveðið að halda á vit ævintýranna með bakpoka á bakinu og hélt áleiðis til Mexíkó einn síns liðs.

„Þegar ég er kominn út, gerðist eitthvað innra með mér. Stressið, streitan og álagið sem var farið að segja til sín hreinlega gufaði upp. Það kom yfir mig einhver innri friður sem ég hafði nánast ekki fundið síðan ég var unglingur og svo fór ég að finna hvað þetta yrðimikið ævintýri. Ekkert plan og eina markmið að kynnast fólki og reyna að sjá mikið af spennandi hlutum. Þannig ferðaðist ég eftir því sem hugurinn bar mig hverju sinni, gisti á hostelum og kynntist mörgu frábæru fólki. Ég get ekki mælt nógsamlega mikið með því fyrir fólk að láta á það reyna að ferðast eitt. Það er allt annað. Margir halda að þeir verði einmana en ég var það aldrei. Ég var einn í tvo mánuði en aldrei einmana.

Ég get ekki mælt nógsamlega mikið með því fyrir fólk að láta á það reyna að ferðast eitt.

Ég lagði mig fram um að kynnast fólki frá Mexíkó. Þetta er dásamlegt fólk, lífsglatt og skemmtilegt og það virðist ekki skipta það öllu máli hvað það á af hlutum eins og er hérna heima. Það eru nefnilega ekki hlutir sem veita lífshamingju. Við Íslendingar eigum almennt miklu fleiri og flottari hluti en fólkið í Mexíkó, en ég gat ekki betur séð en að það væri jafnvel meiri gleði og hlátur þar ef eitthvað er.“

Lestu viðtalið við Pálmar í heild sinni í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Viðtalið í heild sinni: „Ekkert hefði getað veitt mér meiri gleði og vellíðan í hjartanu“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -