Margét Edda Gnarr er verulega ósátt út í óprúttna aðila sem köstuðu eggjum í rúðuna á heimili hennar í dag. Hún spyr Grafarvogsbúa hvort aðrir hafi lent í því sama undanfarið.
Margét segir frá þessu í hópi hverfisbúa Grafarvogs á Facebook. „Eggi var hent í rúðuna mína í dag…Einhverjir fleiri sem lentu í þessu? Er í Víkurhverfi,“ segir Margrét.
Útlit er fyrir óaldarástand í Grafarvoginum þar sem íbúar hafa verið hrekktir með ýmsum hætti undanfarna daga. Hið nýjasta er að inn um gluggann hjá Aðalheiði nokkurri var hent logandi froski sem setti allt í uppnám á heimilinu. Spurningin er hvort hér sé á ferðinni sama skemmdarverkagengi drengja sem hrekkt hefur bílstjóra í Grafarvoginum undanfarið. Drengirnir leggja það meðal annars í vana sinn að raða hnullungum á akvegi í hverfinu.
Fjölmargir íbúar taka þátt í umræðunni undir færslu Margrétar og flestir þeirra lýsa yfir hneykslan sinni yfir athæfinu. Friðrika nokkur er ein þeirra. „Hvað í helvítinu gengur að fólki!,“ spyr Friðrika.
Margrét veltir því fyrir sér hvort unglingaáskorun sé hér á ferðinni. „Við lentum í því fyrir einhverjum vikum síðan. Okkur datt í hug að þetta tengdist einhverri áskorun hjá unglingum? Virðast vera að kasta bara random í einhverja glugga,“ segir Margét.
Jóhanna kannast of vel við eggjakast í heimilisglugga. „Lenti í þessu fyrir um 2 árum, þú ert þó heppin að hafa svalir fyrir framan gluggann og geta þrifið þetta, ég er á 2. hæð og þurfti að panta gluggaþrif fyrir 11.000 kr, dýrasta egg sem ég veit um.