Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Egill: „Ég lenti undir strætó, sem er sennilega valdur að því sem ég er að horfast í augu við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjöllistasnillingurinn Egill Ólafsson segir í viðtali við Fréttablaðið að tíðir flutningar í æsku hafi mögulega valdið því að hann var hlédrægur sem barn:

„Ég var alltaf nýr í skólum og kom stundum inn seint á haustin. Það var erfitt. Þetta var af því að pabbi minn var í vinnu hist og her. Við fluttum upp á Skaga og hann var í útgerð þar. Svo vorum við í Vogahverfinu í þrjú ár. Svo í Stangarholti, Heiðargerði, Austurbrún. Við fluttum og ég skipti um skóla, var í Ísaksskóla fyrst.“

Þar gerðist örlagaríkt atvik:

„Þá lenti ég í afgerandi slysi. Ég lenti undir strætó, sem er sennilega valdur að því sem ég er að horfast í augu við í dag, ör á heilanum. Þetta kemur oft til af höggi sem kemur á heilann þegar menn eru ungir með óþroskaðan heila. Ég var í átta ára bekk, er að fara heim með strætó við Hlemm. Ég horfi inn eftir Hverfisgötunni. Svo er að koma strætó, ég er að athuga hvort Álfheimavagninn sé að koma.

Þá kemur maður sem er að flýta sér í vagninn, hann rekst utan í mig og ég dett utan í vagninn. Dett niður í hjólskálina og rotast,“ segir Egill og bætir við að vegfarandi hafi komið Agli til hjálpar:

„Hann tekur í lappirnar á mér og fleygir mér upp, og ég lendi með hausnum utan í strætóbekknum. Ég fékk gat á höfuðið, níu spor. Menn vilja meina að það geti hafa valdið þessu löngu síðar. Svo rankaði ég úr rotinu og stóð upp og ætlaði að fara inn í næsta strætó. Þessi maður sem bjargaði mér var sýningarstjóri í Gamla bíói, ég fékk lengi frítt í bíó.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -