Laugardagur 4. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Egill Helgason segir að ný ríkisstjórn verði skrítin blanda: „Hver býður best í Ingu?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn góðkunni, Egill Helgason, er ávallt til í að viðra skoðanir sínar og ekki stendur á því eftir niðurstöður kosninganna.

Egill spyr:

„Er það Flokkur fólksins sem ræður því hvaða ríkisstjórn tekur við völdum?“

Inga Sæland
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins

Agli finnst Flokkur fólksins vera „býsna illa skilgreinanlegur flokkur. Er hann til vinstri eða er hann til hægri?“

Hann færir í tal að „afhroð vinstrisins er rosalegt. Samfylkingin vinnur sinn stóra sigur en restin af vinstrinu er í rúst. Þrír flokkar, Píratar, VG og Sósíalistar og enginn þeirra kemur manni á þing. Hlýtur að kalla á einhverja endurhugsun.“

- Auglýsing -

Minnist líka á Sjálfstæðisflokkinn sem sjaldan eða aldrei hefur náð eins slæmum árangri í kosningum og nú:

Áslaug Arna og Bjarni Ben á góðri stundu. Horfa fallega og með mannkærleika í augum á hvort annað.

„Sjálfstæðisflokkur undir tuttugu prósentum er alveg nýr veruleiki – stórtap. Sigur Miðflokksins er minni en á horfðist í skoðanakönnunum – flokkurinn rak mjög skrítna kosningabaráttu sem var á mörkum einhvers konar skops. Samt er ekkert óhugsandi að flokkurinn verði í stjórn. D + M + F? Hver býður best í Ingu?“

Spyr einnig að þessu:

- Auglýsing -

„Og hvað vill Viðreisn? Hún getur valið að vinna til hægri eða vinstri – en seinni kosturinn er ekki mögulegur án FF.“

Ríkisstjórn Íslands sem kolféll í kosningunum.

Egill segir að endingu að „ný ríkisstjórn verður sennilega skrítin blanda, kannski mynduð af flokkum sem langar ekkert sérlega mikið að vinna saman og varla neitt sérlega stöðug. Getur maður spáð því að verði ekkert rosalega langt í næstu kosningar?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -