Egill Helgason er ekkert að hlaupa í felur inn í skuggasund eða út á eyðisand með skoðanir sínar; sem er gott – því þær eru rökstuddar; Og Egill er þannig að hann bara veit.
Tjáir sig um EM í fótbolta er fram fer í Þýskalandi, og nálgast hápunkt:
„Það er hægt að láta VAR fara í taugarnar á sér en það er engin leið að snúa til baka frá þessari tækni. Fara aftur í tímann þegar dómarinn einn sér um leikinn ásamt línuvörðum.“
Bætir því við að „myndtæknin er slík í fótboltanum að öll dómaramistök munu liggja í augum uppi nær samstundis. Starf dómarans yrði að sama skapi erfiðara og gagnrýnin óbærilegri þegar gerðar eru skyssur.“
Egill vill einfaldlega bæta tæknina, horfa fram á veginn:
„Eina leiðin er að halda áfram að bæta tæknina. Ólíkt því sem sumir virðast halda voru dómaramistök aldrei „skemmtilegur hluti“ af leiknum.“