Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur undanfarið dvalið í Grikklandi. Sleikt þar sólina og notið lífsins í botn – enda Grikkland stórkostlegt land með ótrúlega magnaða sögu, sem Egill kann klárlega að meta.
Er hann var að búa sig til brottfarar frá Grikklandi til Íslands fóru hlutirnir ekki eins vel og hann hafði vonast eftir og miklar tafir urðu á fluginu.
Ofan í kaupið týndist farangur kappans, sem tjáir sig á ensku um málið:
„Because of the IT crash a trip home that should have taken 14 hours with very little stress became 36 more or less stressful hours. And our bags are lost.“