Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Egill segir líf sitt hafa breyst: „Þetta er annað líf, eins og að tengja aftur við sjálfan sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segir einfaldlega að líf hans hafi „breyst. Ég var farinn að lesa nánast allt af skjá – fannst það þægilegra vegna þess að ég gat stækkað textann og náttúrlega fer ekki mikið fyrir lestölvum. Var bæði með Kindle og iPad.“

Bætir þessu við:

„En svo var ég farinn að taka eftir tvennu: Ég var orðinn skrítinn í augunum, gúglaði, og komst að því að líklega væri þetta skjáþreyta. Og svo fann ég að ég mundi verr það sem ég hafði lesið á skjá, þetta átti við um nöfn höfunda, titla bóka og texta. En mér fannst ég sjá illa á textann í prentuðum bókum, bölvaði því að letrið yrði alltaf smærra.“

Egill segir að „frekar dauf lestrargleraugu hafa breytt þessu. Ég set þau upp og er aftur farinn að lesa eiginlegar bækur. Þetta er allt annað líf, eins og að tengja aftur við sjálfan sig. Ég man betur hvað ég les – og líka titlana og höfundana. Ég krassa vissulega í bækurnar og brýt upp á blaðsíðurnar – það er eiginlega nauðsynlegt vegna starfs míns. Og svo er það upplifunin við að handfjatla bók – því bók ekki bara textinn sem í henni er, heldur líka útlitið, pappírinn, þyngd hennar, viðmótið.“

- Auglýsing -

Hann færir í tal að hann hafi „átt í vandræðum með bækur. Ég á mikið af þeim, mér berast ókjör af bókum á hverju ári. Í geymslu vestur á Granda er ég með eina 120 kassa af bókum síðan ég flutti nýskeð. Ég get ekki komið heim með allar bækurnar sem ég fæ. Þyrfti heila skemmu ef ég ætti að safna þeim. Einhvern veginn þarf ég að tína þær heim smátt og smátt – og kannski láta annað frá mér. Hverju heldur maður eftir við slíka grisjun?“

Segir að lokum:

Ragnar Helgi Ólafsson rithöfundur.

„Vinur minn Ragnar Helgi Ólafsson skrifaði heila bók um þetta vandamál, afar viturlega. En altént, ég spæni í mig bækur þessa dagana. Raunveruleg eintök, með blaðsíðum og kápu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -