Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, er látinn. Hann lést á Landspítalanum, 95 ára að aldri.
Hann fæddist 23. mars 1926 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Ingibergur Jónsson, sjómaður og verkamaður og Margrét Guðlaug Þorsteinsdóttir.
Egill Skúli varð stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Síðan fór hann í Háskóla Íslands í verkfræðideild og lauk BS-gráðu þar. Eftir það til Kaupmannahafnar í DTH og lauk þaðan meistaragráðu í verkfræði 1954.
Eftir nám vann Skúli hjá Orkumálastofnun og Rafmagnsveitum ríkisins en varð seinna einn af stjórnendum Landsvirkjunnar.
Árið 1978 var Egill Skúli ráðinn borgarstjóri í Reykjavík og gegndi því starfi í tíð vinstri meirihlutans sem var við völd í borginni fram til ársins 1982.
Eiginkona Skúla var Ólöf Elín Davíðsdóttir húsmóðir. Börn þeirra eru Kristjana, f. 1955, kennari, Valgerður, f. 1956, verslunarmaður, Inga Margrét, f. 1960, félagsráðgjafi, og Davíð, f. 1964, viðskiptafræðingur. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörn 21.
Vísir greindi frá andláti Egils Skúla.