Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Eiður Smári áminntur og fer í tímabundið leyfi – „Ábyrgðin liggur hjá mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu.

Þar segir að „vegna umfjöllunar um Eið Smára Guðjohnsen vill KSÍ koma því á framfæri að málefni hans hafa verið í viðeigandi farvegi hjá KSÍ. Eiður Smári hefur fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fer nú í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins. KSÍ lýsir yfir stuðningi við Eið Smára og hans ákvörðun um að leita sér hjálpar og óskar honum alls hins besta.“

Eiður Smári hefur þetta um mál hans að segja: „Ábyrgðin liggur hjá mér. Ég hef alla tíð reynt af bestu getu að uppfylla það að vera fyrirmynd.

Það hlutverk kom til mín og fylgdi sennilega velgengni minni á knattspyrnuvellinum.

Það að vera fyrirmynd þýðir ekki að ég sé fullkominn, ég er mannlegur. Stundum tökum við rangar ákvarðanir, sýnum af okkur dómgreindarleysi og gerum mistök, og þá sérstaklega þegar áfengi spilar inn í. Á lífsleið okkar þurfum við öll að taka á ýmsum persónulegum málum, og ég mun svo sannarlega taka á mínum.

Alltaf einn af ykkur,  Eiður Smári.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -