Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Eiður Smári grunaður um ölvunarakstur: Stjórn FH fundar um framtíð hans í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari karlaliðs FH í fótbolta, er grunaður um ölvunarakstur. Heimilidir Mannlífs herma að þjálfarinn muni sitja fund með stjórn FH í dag vegna málsins sem er metið sem grafalvarlegt. Umrætt atvik átti sér stað eftir æfingu hjá meistarsflokki FH í vikunni. Þjálfarinn var stöðvaður við Kaplakrika.

Fjallað hefur verið ítrekað um áfengisvanda Eiðs Smára í fjölmiðlum en hann missti starf sitt hjá landsliðinu vegna málsins. Innan FH er fólki mjög brugðið vegna málsins.  Heimildarmenn Mannlífs segja nær útilokað að hann geti haldið starf sínu eftir uppákomuna. Þetta gerist á allra versta tíma fyrir FH en framundan er harður fallbaráttuslagur. Liðið þykir hafa tekið nokkrum framförum undir stjórn Eiðs og keppti til úrslita gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum en töpuðu naumlega.

Þá hefur Mannlíf fjallað um áfengisvanda Eiðs á síðustu mánuðum. Myndband af Eiði fór eins og eldur í sinu um internetið á síðasta ári þar sem sást til hans með buxurnar á hælunum í miðbæ Reyjavíkur. Skömmu síðar mætti Eiður undir áhrifum áfengis í útsendingu hjá Sjónvarpi Símans og missti hann að lokum starf sitt sem aðstoðarþjálfari Íslenska karlalandsliðsins á síðasta ári.

Ekki náðist í Eið Smára við vinnslu fréttar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -