Ekki virðist lífið leika við Eið Smára Gudjohnsen þessa dagana en meðfylgjandi myndband náðist af honum í gærkveldi þar sem hann er í miðborg Reykjavíkur, með buxurnar á hælunum, að létta á sér á almannafæri. Eiður virðist vera í því ástandi að átta sig illa á umhverfi sínu. Fólki sem varð vitni að atburðinum var brugðið en Eiður er í senn þjóðhetja og starfar sem þjálfari landsliðs karla og álitsgjafi Símans.
Eiður Smári mætti nýverið slompaður í útsendingu hjá Sjónvarpi Símans. Hann fékk þá tiltal þótt hvorki Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri þáttarins, né Guðni Bergsson, forseti KSÍ, hafi viljað staðfesta að það hafi verið vegna ástands hans í útsendingunni. Hermt er að búið sé að setja honum skilyrði að ef hann fari ekki í meðferð gæti hann átt það á hættu að missa starfið sem aðstoðarlandsliðsþjálfari og álitsgjafi.
KSÍ hefur gefið frá sér svo hljóðandi yfirlýsingu vegna málsins:
„Frá KSÍ vegna umfjöllunar um aðstoðarþjálfara A landsliðs karla. Við vitum af málinu, erum að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref og munum upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri“.
Hér að neðan má sjá myndbandið sem náðist af Eið Smára létta á sér í miðbænum fyrir allra augum. Hluti myndbandsins er muskaður af velsæmisástæðum.