Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Eiga rétt á að fá pakkaflugferðir endurgreiddar vegna COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hvetur stjórnendur fyrirtækja til að koma til móts við neytendur með sanngjörnum hætti á tímum kórónaveirunnar. Hann segir að fyrstu daga ferðabannsins hafi borist ótal fyrirspurnir vegna pakkaferða og flugs. Þar stendur fólk nokkuð vel hvað réttindi varðar.

„Þeir sem hafa keypt sér ferðapakka, það er samtengda þjónustu, svo sem flug og bíl eða flug og hótel, eru best varðir. Þeir eiga mestan rétt vegna aðstæðna. Þar er alla jafna hægt að afpanta og fá endurgreitt að fullu,“ útskýrir hann. Það sé lagalegur réttur fólks.

Á vef Neytendasamtakanna segir að sumar ferðaskrifstofur hafi brugðist við ástandinu með sómasamlegum hætti en aðrar síður. Vísað er í lög um pakkaferðir þar sem segir meðal annars að ferðamaður geti afpantað pakkaferð áður en ferð hefst gegn greiðslu sanngjarnar þóknunar. Þar segir einnig: „Skipuleggjandi eða smásali á ekki rétt á greiðslu þóknunar af hendi ferðamanns ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar eða flutning farþega til ákvörðunarstaðar …“

Fram kemur að skipuleggjandi ferðarinnar skuli endurgreiða ferðamanni greiðslur sem honum ber innan 14 daga frá afpöntun. Neytendasamtökunum þykir ljóst að nú séu uppi óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður. Þau benda á mikilvægi þess að hafa samskipti skrifleg, til að draga úr hættu á misskilningi en á síðunni er að finna dæmi um bréf sem hægt er að senda ferðaskrifstofu vegna afpöntunar pakkaferðar.

Nánar um málið í helgarblaðinu Mannlíf.

Kortaskilmálar geti bætt flugfargjöld

Breki bendir í samtali við Mannlíf á að fólk sem hefur keypt flug glími við aðrar aðstæður. „Ef flug er fellt niður á flugfélagið að endurgreiða farþegunum að fullu. En ef það er flogið, og farþeginn fer ekki, þá á hann rétt á að fá flugvallaskatta og -gjöld endurgreidd, en hann á ekki rétt á fargjaldinu.“ Breki segir að við þær aðstæður geti viðskiptavinurinn oftast sótt rétt sinn í gegnum kortaskilmála, forfalla- eða heimilistryggingu. Það fari þó eftir skilmálum hverju sinni. „Það er í flestum tilfellum skilmáli sem segir að ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta sem leiða af farsótt, þá beri að endurgreiða fólki fargjaldið,“ útskýrir hann.

- Auglýsing -

Í helgarblaðinu Mannlífi er farið yfir hvernig nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins á sviði fjarskipta, heilsuræktar og afþreyingarþjónustu hafa brugðist við þeirri stöðu sem uppi er í íslensku samfélagi vegna kórónaveirunnar. Auk þess er farið yfir réttindi flugfarþega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -