Hjónin Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, og Erla Súsanna Þórisdóttir eru búin að setja einbýlishúsið sitt í Keilufelli í Breiðholti á sölu. Ásett verð eru 64,9 milljónir en eignin er skráð 175,6 fermetrar.
Koma þessar fregnir í kjölfar þess að hjónin tilkynntu á samfélagsmiðlum að þau ættu von á barni, en Erla er gengin rétt rúmlega tuttugu vikur. Fyrir eiga þau Freyr tvær dætur, en hjónin hafa verið saman síðan þau voru táningar.
Eins og sést er heimili þeirra í Keilufelli afar glæsilegt, en þau hafa búið þar um árabil. Þau eiga sterkar rætur í Fellahverfinu og gengu bæði í Fellaskóla.
Húsið er afar rúmgott og því fylgir veðursæll pallur sem býður upp á skemmtileg grillpartí þegar sólin lætur sjá sig á ný.