Föstudagur 17. janúar, 2025
-2.8 C
Reykjavik

Eigandi Haffjarðarár rýfur þögnina um veiðiferð Björgólfs

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Haffjarðará er ekki til sölu,” segir Óttar Yngvason, eigandi Haffjarðarár, um sögusveim sem geisar um ósæmilega framgöngu auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar í veiðihúsi árinnar þar sem hann var ásamt David Beckham og Guy Ritchie snemmsumars.

Fréttir voru sagðar af veiðiferð þremenninganna og veiðigleði þeirra. Í framhaldinu spunnust sögur um það sem hefði gerst á bak við luktar dyr veiðihússins. Óttar segist hafa heyrt ótal útgáfur af því sem átti að hafa gerst í veiðihúsinu umrædda júnínótt á Hnappadal. Fjölmiðlar hafa leitað að staðfestingum á sögusögnunum.

Því er haldið fram að Björgólfur hafi hegðað sér með óviðeigandi hætti og að eigandi Haffjarðarár hafi ekki séð sér annað fært en að reka hann og hann hina heimsfrægu félaga hans úr veiðihúsinu. Þá segir ein sagan að Björgólfur hafi í framhaldinu keypt Haffjarðaará til að fá aðgang þar að nýju. Óttar, sem á ánna í gegnum tvö félög, þvertekur fyrir þetta og segir að ekkert hafi gerst í veiðihúsinu sem gefi tilefni til umræddra sögusagna. Hann telur óvildarmenn Björgólfs standa fyrir sögunum og segir sér ljúft og skylt að upplýsa málið opinberlega og kveða niður sögur.

„Allar þessar sögur um Björgólf Thor og Haffjarðará eru rangar. Hann hefur verið viðskiptavinur okkar í nokkur ár og ekkert komið upp á,” segir Óttar og ítrekar að hann ætli ekki að selja ánna þar sem hann hefur lagt gríðarlega vinnu í uppbyggingu. Haffjarðará er ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. Langafi Björgólfs Thor, Thor Jensen, var eigandi hennar á sínum tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -