Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Eigendur loka ketti úti eða yfirgefa þá: „Allar kisur eiga skilið að fá annað tækifæri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölgað hefur tilfellum þar sem eigendur katta losa sig við þá með því að loka þá úti eða yfirgefa þá. Félagið Villikettir, sem sjá um að taka inn villta ketti eða ketti á vergangi og manna þá fyrir ný heimili, greindi frá ástandinu á Facebook síðu sinni.

„Sjálfboðaliðar Villikatta hafa fundið fyrir því undanfarið að á meðan villiköttum virðist hafa fækkað, þá hefur vergangsköttum sem virðast vanir mannfólki fjölgað í umsjá félagsins. Oftast er lítið vitað um ástæðurnar, en í sumum tilfellum bendir flest til þess að kettirnir hafi verið yfirgefnir eða úthýst.“

Villikettir sögðu frá kettinum Mörtu sem náðist nýlega, hún var örmerkt en reyndist ekki velkomin aftur á heimili sitt. Marta var áður í umsjá Villikatta en þykir líklegt að hún sé búin að vera á vergangi síðan árið 2019. Marta er ekki eina dæmið um slíka meðferð á ketti. Sjálfboðaliðar Villikatta vilja minna á það að þau eru boðin og búin að fylgja sínum köttum eftir: „Við ráðleggjum ef upp koma vandamál. Einnig getum við ráðlagt í tilfellum þar sem aðstæður hafa breyst á heimili. Við dæmum ekki fólk – en við gerum allt okkar besta fyrir kettina.“

„Allar kisur eiga skilið að fá annað tækifæri. Marta dvelur nú í koti þar sem sjálfboðaliðar dekra hana og vinna í því að vekja aftur traust hennar á mannfólkinu – svo hún sé tilbúin þegar hennar tækifæri kemur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -