Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Barnsfaðir Sigurbjargar tók eigið líf: „Þeir sem virðast glaðast­ir bera harm sinn í hljóði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Birgir Jóhannsson, fyrrverandi eiginmaður og barnsfaðir Sigurbjargar Söru Bergsdóttur, svipti sig lífi fyrir sex árum síðan.

Sigurbjörg segir í viðtali við Morgunblaðið fólk aldrei fyllilega ná sér eftir slíkt áfall, en það lærist að lifa með sorginni.

Saman áttu þau Halldór og Sigurbjörg þrjú börn sem voru fimm, ellefu og sautján ára þegar faðir þeirra lést. Öll tóku þau á sorginni með mismunandi hætti.

„Yngsti strák­ur­inn minn fer í raun ekki að syrgja fyrr en þrem­ur árum síðar. Eft­ir að pabbi hans dó var hann í byrj­un svo hrædd­ur við að líða illa því hann heyrði fólk segja að pabba hans hafi bara liðið svo illa. Litli fimm ára barns­hug­ur­inn barðist við að láta sér ekki líða illa, svo hann myndi ekki deyja.“

Sigurbjörg Sara hefur starfað hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstoð í 15 ár. Þar er hún ráðgjafi og sér um að aðstoða fólk sem hefur lent í áföllum og glímir við kvíða og þunglyndi.

Sigurbjörg segir það þó ekki hafa undirbúið sig fyrir það áfall og þeirri sorg sem því fylgir að missa ástvin sem hefur sjálfur kosið að yfirgefa þetta líf.

- Auglýsing -

„Hall­dór átti sér enga sögu um þung­lyndi. Þetta gerðist áður en maður heyrði orðið brosþung­lyndi,“ seg­ir Sig­ur­björg og útskýrir hvað brosþunglyndi sé. „Það er fólk úr öll­um stétt­um, óháð aldri, sem glím­ir við þung­lyndi og það sést ekk­ert endi­lega utan á því. Oft eru það þeir sem virðast glaðast­ir sem bera harm sinn í hljóði.“

Engir verkferlar fara af stað fyrir fólk sem lendir í slíku áfalli að sögn Sigurbjargar, nema hjá þjóðkirkjunni. Til hennar kom prestur sem hún segist afar þakklát fyrir.
„Mér fannst það ómetanlegt. Hann sat hjá mér á meðan ég las bréfið frá Hall­dóri. Hann var hjá mér þegar ég sagði börn­un­um frá and­lát­inu. Ég hefði aldrei viljað vera án þess. Þetta var það eina sem fór í gang af verk­ferl­um; það var enga aðra hjálp að fá.“

Sigurbjörg segist hafa orðið gjörsamlega ráðþrota í þessum aðstæðum, ekki vitað hvað hún ætti að gera eða hvert hún ætti að leita.

- Auglýsing -

„Þetta er rosa­lega furðulegt ferli. Þetta er ofboðslega stórt áfall. Fyrst fór ég í hálf­gerða af­neit­un og dofnaði því mitt eina mark­mið var að vernda börn­in og hjálpa þeim. Ég setti mig til hliðar og þau í for­gang, enda all­ir í tauga­áfalli. Það brotna all­ir,“ seg­ir Sig­ur­björg.

Nú hefur Sigurbjörg lokið gerð heimildarmyndarinnar Þögul tár um sjálfsvíg. Hún segir umræðuna um sjálfsvíg aðeins að opnast en þó megi enn gera betur.
Hún bendir á að 45 manns hafi svipt sig lífi í fyrra eða einn á átta daga fresti.
„Ef við misst­um þenn­an fjölda ár­lega í bíl­slys­um mynd­um við tala meira um það. Svo er slá­andi að sjá hvað marg­ir ung­ir menn taka líf sitt. Það þarf virki­lega að skoða og ræða um.“

Heimildarmyndin er hennar leið til að opna umræðuna frekar og vonast hún einnig til þess að myndin hafi forvarnargildi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -